Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 230
228
(sbr. t. d. 31. gr. óleiðrétta).1) En til dæmis uin það, hvað lagfæringar
þeirra ná skammt, má geta þess, að bætt er um bögulegt orðfæri á
einum stað (112. gr.), en sams konar orðalag annars staðar látið
óhreyft (m. a. í 168. gr.).
Geta má þess, þó að minna skipti, að stafsetningu samþykktarinnar
er allmikið ábóta vant, t. d. sólskijn (96. gr.) og jafnvel skijlirði (103.
gr.), og væri ekki tiltökumál, ef samþykktin hefði ekki verið lögð
fyrir ráðuneytið í próförk, sem átti að vera fulllesin og búin til prent-
unar. Einnig að öðru leyti en til stafsetningar tekur er ytri búnaður
samþykktarinnar fjarri því að vera viðunandi. Hef ég áður vakið at-
hygli á ósamræmi í skammstöfunum (t. d. rúmm., teningsmetrar,
teningsm., m3 og fjöldamargt þvílíkt) og um skipun greina í liði (hlið-
stæðir liðir ýmist merktir tölustöfum eða bókstöfum, sbr. t. d. 92.
og 94. gr.). Þá kemur og fyrir ósamræmi í kaflamerkingum (sbr.
undirkafla XIII. og XVI. kafla). Viðvíkjandi prófarkalestrinum er
þess enn að geta, að nú, er felld verður niður 91. gr. samþykktarinnar
(samkvæmt greindum breytingartillögum lögfræðinga ráðuneytisins),
raskast allar ívitnanir í greinar þær, sem þar fara á eftir, og krefst
það mikillar aðgæzlu.
5. Loks læt ég þess getið, að ekki verður komizt hjá að samræma
samþykktina áorðnum breytingum á lögum varðandi læknaskipun
Reykjavíkur, sem koma til framkvæmda nú um áramótin, og kemur
það allvíða við.
Ég læt nú þessum athugasemdum mínum lokið og bið ráðuneytið
að misvirða ekki, en meta mér til vorkunnar, að ég tel þær réttlæta
að nokkru þann drátt, sem óhjákvæmilega hlaut að verða á því, að ég'
endursendi samþykktina. Sérstaklega er mér þó skylt að biðja heil-
biúgðismálaráðherrann velvirðingar, eins og á stendur. Mín afsökun
er þessi: Ég hef óneitanlega nokkurn metnað fyrir hönd íslenzkrar
heilbrigðislöggjafar, sem ég' dirfist að ætla í því horfi í heild, að hún
verði ekki með réttu talin landinu til mikillar vanvirðu. Nú, þegar
mér endast engin rölt eða lempni til að fá komið æskilegu sniði á
heilbrigðissainþykkt höfuðstaðarins, bið ég um til þrautavara, að ofan
á það vandræðaform, sem samþykktinni verður fengið, bætist ekki
sá skrípabúnaður orðfæris og stílsmáta, er veki hneyksli og aðhlátur.
Ég óska fráfarandi ráðherra þeirra fararheilla, að hann hugsi sig
tvisvar um, áður en hann lætur slíkt embættisverk verða sitt síðasta,
og kjósi sér heldur ómaklegt ámæli af að láta það farast fyrir, eins
og' á stendur, en réttmæta óvirðingu af að inna það af hendi. Við-
takandi ráðherra, ef til hans kasta kemur, óska ég samsvarandi heilla
með tilliti til hans fyrsta embættisverks.2)
1) Hún var svo hljóðandi:
íbúð er livert pað herbergi, seni cldliús fylgir. íbúðarherbergi er hvert það
herbergi, sem telst til slíkrar ibúðar, eða lierbergi, sem notað er til svefns cða
til dagvistar í sambandi við það.
2) Fráfarandi ráðherra lét farast fyrir að staðfesta samþykktina, en viðtak-
andi ráðherra gerði það, að nærri þremur mánuðum liðnuin, eftir að málfar hafði
verið lagað að einhverju leyti, en að formi til að öðru leyti óbreytta.