Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 63
61
í þetta sinn er nú loks enginn skráður sullaveikur á mánaðarskrám,
og hefur sú talning lengi verið ófullkomin. Þó deyja nú 2 úr sulla-
veiki, enda á ársyfirliti, sem borizt hefur úr öllum héruðum nema Ár-
nes, greindir 30 sullaveikir. Að 2 sjúklingum undanteknum, sem eru
um og innan við þrítugt, er um roskið og gamalt fólk að ræða og allt
sullaveikt í lifur eða kviðarholi nexna 4. Af þeim höfðu 2 sulli í lung-
um eða brjóstholi og 2 útvortis sulli.
Hér fer á eftir skrá um sullaveikissjúklinga þá, sem skýrt er frá í
ársyfirlitinu:
Rvík, ekki annars staðar taldir 9: (karlar 51, 58 og 65 ára; konur
62, 66, 68, 71, 72 og 76) ára).
Hafnarfj.: 1 (kona 62 ára).
Akranes: 1 (karl 71 árs).
Kleppjárnsreykja: 1 (kona 75 ára).
Hólmavíkur: 1 (kona 79 ára).
Sauðárkróks: 1 (karl 28 ára).
Ólafsfj.: 1 (karl 55 ára).
Dalvíkur: 3 (karlar 66, 77 og 87 ára).
Akureyrar: 2 (karlar 67 og' 68 ára).
Egilsstaða: 1 (karl 90 ára).
Eskifj.: 1 (kona 73 ára).
Hafnar: 2 (karl 67; kona 33 ára).
Breiðabólsstaðar: 2 (konur 80 og 94 ára).
Selfoss: 1 (karl 76 ára).
Keflavíkur: 3 (konur 56, 66 og 69 ára).
Að öðru leyti láta læknar þessa g'etið:
Rvík. Alls skrásettir á ársyfirliti 9 sjúklingar, flest aldrað fólk með
gamla kalkaða sulli. Yngsti sjúklingurinn 51 árs, hinn elzti 76 ára.
Elestir voru sjúklingarnir lagðir í sjúkrahús hér í bænum til aðgerða.
2 þeirra dóu á árinu.
Akranes. Enginn sjúklingur með vissu með veikina, en líkur til
hennar hjá einum, 71 árs karlmanni. Hafði annars empyema pleurae.
Reykhóla. Ekki orðið vart i minni tíð. Um hundahreinsun er mér
satt að segja lítið kunnugt, því að af gömlum vana láta héraðsbúar
sýslumanninn útveg'a ormalyfið. Mér er þó sagt, að það sé gert, og er
ég stundum beðinn um baðlyf á hunda. Ekki hef ég' heldur athugað,
hve mikil brögð eru að sullum í sauðfé, en hef heyrt, að það sé lítið
i lömbum, en nokkuð í fullorðnu fé.
Þingeyrar. Kona, sem tvívegis hefur verið skorin upp við echino-
coccus hepatis, var með opinn fistil fram eftir sumri. Hundahreinsun
fór fram í öllum hreppum héraðsins í nóvember—desember.
Bolungarvíkur. Sullaveiki engin og hefur ekki verið, síðan ég kom
hingað. Hundahreinsanir fara fram á lögskipaðan hátt á ári hverju.
ísafj. En ginn sjúklingur hefur komið hér á skrá síðast liðin 3 ár.
Hesteyrar. Fullorðna sláturféð úr Sléttuhreppi morandi í sullum.
Blönduós. Varð ekki vart. Hef ég aðeins séð 2 menn með þá veiki,
síðan ég kom hingað, og' var annár Norðmýlingur. Sullir eru algengir
í sláturfé, einkum netjusullir, og virðist hafa farið í vöxt hin síðari
ár. Sauðfjársjúkdómarnir eiga sjálfsagt sinn þátt í þeirri aukningu,