Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 27
25
Sauðárkróks. 1 kona veiktist af vægri barnsfararsótt eftir eðlilega
fæðingu. Batnaði fljótt við pensilíninnspýtingar.
Ólafsfj. 1 1 íona fékk veikina í nóvember eftir eðlilega fæðingu.
Batnaði við prontosíl. Hafði niikinn verk í hægri mjöðm og niður í
læri, líklega byrjandi phlebitis, en einkenni jiurfu fljótt. Var með
hita i 3 vikur.
Eijrarbakka. 1 kona, primipara, fékk háan hita 4 dögum eftir barns-
burð. Fékk pensilíninnspýtingar, rúmlega 1 milljón einingar, og varð
albata. Ég var fjarverandi, er þetta bar við, en vikar minn taldi senni-
legt, að um pyeíonephritis hafi verið að ræða. Því er þetta skráð hér,
að um var að ræða hita á barnssæng.
Iieflavikur. 3 konur fengu háan hita eftir fæðingu og' 1 brjósta-
mein, en batnaði öllurn við pensilínsprautur og súlfalyf.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, G.
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 97 105 79 75 85 117 95 83 44 42
Dúnir ........ 1 1 „ 1 „ „ 1 „ 3 2
Læknar láta þessa getið:
Bíldudals. 1 tilfelli er skráð, 5 ára drengur; hann lá alllengi, en fékk
fullan bata.
Bolungarvíkur. Hefur verið einkennilega fátíður sjúkdómur í hér-
aðinu. Sum árin enginn skráður.
ísafj. 1 allþungt tilfelli, sem leiddi til alvarlegrar hjartavöðvabólgu.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
Sjúklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl........ 20 3 6 3 4 5 „ 4 1 1
Dánir ....... 2 „ 1
Aðeins 1 tilfelli skráð (Isafj.), talið paratyphus, og er sjúkdóms-
lýsingin með nokkrum ólíkindablæ.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Kom ekki fyrir á árinu í héraðinu, svo að vitað sé.
Ólafsvíkur. Taugaveikissmitberar engir.
Flateyrar. Taugaveikisbróður skaut upp öllum að óvörum hér á
Flateyri á síðast liðnu hausti. Miðaldra maður fékk háan hita um
40°, óbærilega verki neðan bringspala, einkum hægra megin, og kulda-
flog. Ekkert fannst nema óveruleg lifrarstækkun og veikluð öndun
neðan til í hægra lunga, svo og létt eymsli neðan rifjahylkisins. Eftir
fárra daga pensilínmeðferð var maðurinn sendur á sjúkrahús á ísa-
firði vegna gruns um lifrarabscess. Þar var hann athugaður í nokkra
4