Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 61
59
sendir á Seyðisfjarðarspítala, þar eð ómögulegt var að fá rúm fyrir
þá á Vífilsstöðum.
Hafnar. Enginn sjúklingur með virka berkla í öllu héraðinu, að því
er ég bezt veit.
Breiöabólsstaðar. Enginn nýr sjúklingur á árinu og enginn á skrá.
Vikur. Enginn nýr sjúklingur. 2 sjúklingar, sem höfðu verið á Víf-
ilsstöðum, en voru orðnir frískir, feng'u að vera hérna urn sumarið,
cn áttu að fara aftur til rannsóknar um haustið. Við ræktun reyndust
þeir báðir tbc-þ, að óbreyttri líðan. Fóru báðir aftur á Vifilsstaði.
Vestmannaeijjá. Man ekki áður eftir svo fáum skráðum. Nýsmit-
berar hafa fundizt og' þeim komið í Vífilsstaðahæli, ef komizt hafa.
Konu um áttrætt, sem börn smituðust frá, var komið á sjúkrahús, en
þar dó hún nokkru síðar. Er það eina mannslátið í héraðinu úr berkla-
veiki og einsdæmi um aldarfjórðung. Berklaprófin ástunduð af kappi,
enda ómetanlegt til að hafa uppi á smitvöldum. Ég er að vona, að ég'
eigi eftir að sjá engar nýsmitanir í héraðinu.
Stórólfshvols. 2 sjúklingar skráðir, 2 konur, báðar með lungna-
berkla. Fóru samstundis og' veikin varð uppvís á Vífilsstaði og dvelj-
ast þar.
Eyrarbakka. Eftir inflúenzu á vormánuðum fannst virk berklaveiki
í skólastjóra barnaskólans á Eyrarbaklta og vakti að vonum ugg' og
ótta hjá fólki. Átti ég tal við berklayfirlækni um allsherjar skoðun í
héraðinu. Tók hann því ágæta vel þrátt fyrir miklar annir, og var
rannsóknin framkvæmd síðara hluta júnímánaðar. Allur almenningur
sýndi frábæran skilning á málinu, og til skoðunar kom hvert rólfært
mannsbarn í héraðinu. Að lokinni rannsókn kom í ljós, að hún var
fyllilega réttmæt, þar sem fundust ekki færri en 4 sjúldingar með
smitandi berklaveiki, og störfuðu þeir í verzlunum og' brauðgerðar-
húsi. Nokkrir sjúklingar innan héraðs og í nálægum héruðum fá hér
loftbrjóst.
Laugarás. Ekkert nýtt tilfelli skráð á þessu ári. Berklayfirlæknirinn
skoðaði alla nemendur Laugarvatnsskóla eins og að undanförnu.
Iieflavikur. Eins og' getið er um áður, komu óvenju mörg tilfelli af
þrimlasótt fyrir á þessu ári. Bar einkum á þessu í Ytri-Njarðvíkum,
svo að grunsamlegt þótti, að um smitbera kynni að vera að ræða.
í byrjun maimánaðar fór ég fram á það við berklayfirlækni, að hann
kæmi og rannsakaði þetta. Brást hann vel við að vanda, og fór síðan
fram gegnlýsing á öllum hreppsbúum í Ytri- og Innri-Njarðvíkum.
Áður (hinn 5. og 6. maí) hafði héraðslæknir berklaprófað öll börn.
Af þeim reyndust 17 jákvæð, en við berklapróf 1. okt. 1945 aðeins 7.
Svo að 10 höfðu bætzt við, og hlaut eitthvað að vera liogið við það.
Enda reyndist það svo, því að smitberi fannst, ungur maður, sem ók
bíl og geklc að allri vinnu, og mátti rekja ferilinn lil bans. Fór hann
á Vifilsstaði þegar í stað.