Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 65
63
Má þó ætla, að ekki komi öll kurl til grafar, að því er þenna sjúk-
dóni snertir.
Akranes. Kláði fannst ekki við skólaskoðun, en á mánaðarskrám eru
talin nokkur tilfelli.
Búðardals. Nokkur tilfelli. Ekki á mánaðarskrá.
Rei/khóla. Hef engan skráð. Var þó eitt sinn í vafa.
Bíldudals. Frekar fágætur í ár, en nokkur tilfelli hafa þó sézt
(ekkert skráð).
Þingeijrar. Kvillinn viðloðandi í héraðinu, og sjálfsagt þyrftu fleiri
að fá læknisineðferð en þeir, sem læknis vitja.
Bolungarvíkur. Með minnsta móti í þetta sinn.
Isafi. Þessi leiði sjúkdómur er nú ekki lengur landlægur í bænum.
Nokkur tilfelli berast þó hingað árlega, en er jafnharðan útrýmt.
Ogur. Kom upp í barnaskólanum í Súðavík laust eftir áramótin, og
höfðu 6 börn tekið veikina, er til var komið. Við skólaslcoðunina um
haustið 1945 fannst enginn kláði á skólabörnunuin, þótt vandlega væri
eftir leitað.
Hólmavíkur. Auk hinna skráðu tilfella var nokkrum sinnum beðið
uni meðul, einkum norðan úr Árneshreppi. En þar virðist þessi lcvilli
vera viðloðandi einhvers staðar.
Blönduós. Er stöðugt viðloðandi og reynist oft merkilega þrálátur.
Mun það m. a. stafa af því, að fólk fylg'ir ekki nógu vel lækningafyrir-
i luælum.
Sauðárkróks. í febrúar kom smáfaraldur af kláða á Skaga, en svo
verður hans lítt vart síðar.
Dalvíkur. Nokkur tilfelli (ekkert skráð).
Breiðumýrar. Með minna móti, en stingur sér þó niður við og við.
Þórshafnar. Kemur nú sjaldnar fyrir en áður.
Egilsstaða. Virðist hagspakur hér, en aldrei faraldur. Er og vægur,
svo að fólk gengur með hann tímunum saman án þess að leita læknis,
en svo koma menn honum á náungann, sem er óstilltari, og má þá
stundum rekja slóðina. Til lækningar eingöngu notað linimentum
nenzoyli benzoatis og' gefst vel.
Scgðisfi. Mjög lítið borið á kláða, en er efalaust viðloðandi (ekkert
tilfelli skráð).
Búða. Lítið orðið vart á árinu.
Hafnar. Hefur Htið látið á sér kræla þetta árið.
Vestmannaeg ja. Lítið borið á honum á árinu.
Stórólfshvols. Einhver slæðingur er alltaf af kláða (ekkert tilfelli
skráð). Virðist vera afarerfitt að lítrýma honum. Allir vísa af sér og
,i ÍGlja upptökin annars staðar, enda virðist hans gæta nokkuð víða við
sjó og í sveit.
Egrarbakka. Gerði vart við sig um haustið, og var 2 börnum synjað
dni skólavist um skeið vegna kláða.
Laugarús. Hefur ekki orðið vart á árinu, og stingur mjög í stúf við
tyrstu styrjaldarárin, þegar alls staðar var kláði.
Keflavíkur. Verður vart á nokkrum stöðum og í einum skóla.