Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 20
18
Stykkishólms. Heilsufar gott. Farsóttir fáar og meinlitlar.
Búðnrdals. Heilsufar yfirleitt gott frá byrjun júlí, eða þann tíma, er
ég gegndi héraðinu. Fyrir þann tíma mun hafa verið allkrankfellt. eftir
mánaðarskýrslum að dæma.
Reykhóla. Sóttarfar fylgir alveg samgöngunum, en þær legg'jast nær
alveg' niður að vetrarlagi. Farsóttirnar deyja þvi út á veturna, en
blossa upp á vorin með byrjandi samgöngum. Þótt einn og einn slæð-
ist heim í sveitina á vetrum og' beri með sér kvef og annan kvilla,
breiðist það sjaldan út að ráði.
Patreksfj. Heilsufar gott, eins og verið hefur síðustu árin. Farsóttir
engar teljandi þetta árið.
Bíldudals. Kvillasamt í frekara lagi.
Þingeyrar. Heilsufar yfirleitt gott allt árið.
Flateyrar. Sóttarfar með meira móti.
Bolungarvíkur. Ekki er hægt að seg'ja, að árið hafi verið i meira
lagi kvillasamt. Engar alvarlegar farsóttir hafa verið á ferð.
Ísa/J. Heilsufar með lakasta móti, sérstaklega hvað farsóttir snertir.
Ögur. Heilsufar með lakasta móti á árinu.
Hesteyrar. Heilsufar með lakara móti á árinu.
Hólmavíkur. Talsvert kvillasamt á árinu.
Hvammstanga. Nokkuð kvillasamt, þrátt fjTÍr góða afkomu og gott
tíðarfar.
Blönduós. Sóttarfar í betra meðallagi, því að engar slæmar farsóttir
gengu á árinu.
Sauðárkróks. Farsóttir með meira móti, einkum framan af árinu
og svo aftur í árslok, og var yfirleitt frekar kvillasamt.
Hofsós. Heilsufar yfirleitt gott.
Ólafsfí. Heilsufar frentur gott.
Dalvíkur. Heilsufar mátti heita gott á árinu.
Grenivíkur. Heilsufar frekar slæmt á árinu.
Breiðumýrar. Farsóttir með minna móti.
Þórslmfnar. Talsvert kvillasamt á árinu.
Vopnafí. Heilsufar yfirleitt gott. Farsótta gætti fremur lítið.
Egilsstaða. Yfirleitt má telja árið fremur kvillasamt.
Seyðisfí. Almennt heilsufar í meðallagi.
Búða. 1 lakara lagi á árinu.
Hafnar. Heilsufar í lakara lagi.
Breiðabólsstaðar. Heilsufar sæmilegt; engar skæðar farsóttir.
Víkur. Allmjög kvillasamt á árinu.
Vestmannaeyja. Engir faraldrar þungir, og' mátti heilsufarið vfir-
leitt kallast gott.
Stórólfshvols. Töluvert kvillasamt á árinu. Farsóttir í meira lagi og
ýmsir aðrir kvillar, svo að ég býst við, að heilsufar hafi verið fyrir
neðan meðallag.
Eyrarbakka. Heilsufar má teljast í meðallagi.
Laugarás. Heilsufar gott allt árið.
Keflavikur. Árið nokkuð kvillasamt, enda mun eitt ganga yfir
Keflavík, Reykjavík og Hafnarfjörð, hvað þetta snertir, þar sem
áætlunarbifreiðar, hlaðnar fólki, ganga oft á dag á milli.