Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 212
210
lifrinni, og benda fitubreytingarnar þar til þess, að lifrin hafi verið svo að
segja óstarfhæf. Ályktun: Þetta mun hafa verið aðalorsök til dauða manns-
ins og hefur stafað af mikilli áfengisnautn.
3 0. 29. apríl. G. L., 45 ára karlm. Maðurinn fannst i læstum klefa í skipi, sem
var að koma frá útlöndum, hafði hengt sig i laki úr loftinu. Ályktun: Heng-
ingardauði.
11. 11. maí. H. A. Á., 47 ára karlm. Fannst læstur inni i herbergi sinu með skot-
sár i gegnum höfuðið og hjá honum amerískur hermannarifill með bandi
spenntu um gikkinn. Ályktun: Skotsár frá munni upp í gegnum höfuðið.
Sjálfsmorð.
12. 25. maí. J. Á. Þ., 38 ára karlm. Togaramaður, sem kom kl. 4 um nótt alblóð-
ugur upp i eldhús skipsins og andaðist rétt á eftir í höndum félaga sinna þar.
Ályktun: Skorið hafði verið á bláæðar í vinstri olnbogabót, og virðist mann-
inum liafa blætt út úr því sári.
13. 25. maí. J. P., 5 ára stúlka,, sem datt niður úr hringstiga úr 3—4 metra hæð.
Andaðist innan stundar. Mar fannst neðan á heilanum mcð talsverðri blæð-
ingu, og brot fundust á kúpuhotninum. Mikið hafði blætt úr kúpubrotinu.
Ályktun: Dauði af greindum áverka.
14. 4. júní. E. M., 27 ára karlm. Fannst örendur undir bil sinum. Við krufning-
una sást mikil dæld framan hægra axlarliðs, og fannst luxatio acromio-
clavicularis d. og luxatio á 3 efstu rifjum uppi við hrygginn. Ályktun: Mað-
urinn hefur kafnað við að verða undir bílnum.
15. 20. júní. Á. Á., 47 ára karlm.: Fannst látinn í bifreið sinni á Suðurlands-
hraut. Ályktun: Ivolsýrlingseitrun og ölvun.
16. 2. júlí. S. S-son. Líkið fannst í stöðuvatni, mánuði eftir að maðurinn týndist
þar. Ályktun: Drukknun.
17. 22. júlí. S. Ó., 57 ára karlm. Var ríðandi með fleira fólki, er hann féll af hest-
inum, án þess að samferðamenn tækju strax eftir þvi. Fannst meðvitundar-
laus á veginum og lézt skömmu siðar. Við krufninguna fannst mikil kölkun
í báðum kransæðum hjartans. Ramus descendens arteriae coronariae sin.
var alveg lokaður af ferksri thrombosis. Ályktun: Skj’ndilegur dauðdagi af
kransæðastíflu.
18. 31. júli. Tveggja vikna óskirt meybarn. Andaðist i vagni sínum fyrir utan
húsið, án þess að nokkuð hefði borið á veikindum. Álvktun: Sennilega köfn-
unardauði.
19. 12. ágúst. M. L., 23 ára karlm., var á hjóli ásamt fleirum mönnum, er hann
rakst á einn þeirra og í því á stóra fólksflutningabifreið, er ók fram hjá.
Við krufninguna fundust öll rif brotin og sum tvíbrotin, hryggurinn þver-
brotinn milii 5. og 6. brjóstliðs og mjaðmagrind og liægra lærhein brotið.
Lifrin var stórlega sprengd og þindin rifin vinstra megin. Marhlæðing aftan
á heila. Ályktun: Maðurinn virðist hafa látizt næstum samstundis af nefnd-
um meiðslum.
20. 15. ágúst. 0. G. B., 44 ára kona. Kom heim til sín mikið drukkin að kveldi
og hrasaði á gólfinu. Morguninn eftir var hún önduð í rúmi sínu. Við krufn-
inguna fannst magainnhald í bronchi beggja lungna og I barka. Blóðalkóhól
1,56%„. Ályktun: Konan virðist liafa verið mikið drukkin, kastað upp og
svelgzt á og kafnað i spýjunni.
21. 23. ágúst, K. Ó-son, 55 ára. Mikill drykkjumaður. Var á gangi, féll um koll
og var þcgar örcndur. Við krufninguna kom í Ijós blæðing i heilabrúnni (pons).
Þvagefni voru mjög aukin í hlóði og bráð bólga í nýrum,_sem orsakað hefur
blóðþrýstingshækkun, cr siðan liefur valdið hlæðingu. Ályktun: Blæðíngin
hefur valdið dauða.
22. 9. sept. R. P-son, 32 ára. Var illa haldinn eftir ofdrykkju 6. sept. Kvartaði
um verk fyrir brjósti daginn eftir og höfuðþrautir, kastaði upp og hafði
lirampaflog. Dó um nóttina. Ályktun: Heilahimnubólga, sem kom í ljós við
krufninguna, hafði valdið hinum bráða dauða mannsins.
23. 11. september. K. 0. W., 26 ára karlm. Féll niður á milli skips og hryggju
10. sept. Náðist fljótt, en var örcndur. Við likskoðun og krufningu kom í Ijós,
að hann hafði hlotið mikinn áverka á höfuðið, og hafði höfuðkúpubotninn
hrotnað þvert yfir ofan til. Einnig einkenni mikillar ölvunar. Ályktun:
Framangreindur áverki hefur nægt til skjóts dauða.