Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 106
104
liafði um tíma átt bágt með svefn og hvarf einn morgun, er maður
hennar var farinn til gegninga. Fannst hún drukknuð eftir talsverða
leit. 2 börn urðu fyrir alvarlegum meiðslum. Annað, 7 ára drengur
i Höfðakaupstað, er varð fyrir þungum vörubíl, og þurrkaði bílhjólið
skinn og hold af lófastórum bletti á rist hans og ristarkrók, svo að bein
og liðpoki lágu ber fyrir, en ekki var þar um beinbrot að ræða, því að
hjólið straukst aðeins við fótinn, en fór ekki yfir hann. Drengurinn
lá hér á sjúkrahúsinu í næstum 4 mánuði og var þá gróinn sára sinna.
Stúlka á 2. ári datt ofan af bekk, braut pela, sem hún var með, og|
skarst á honum á augnloki og auga, svo að hún missti sjónina þeim
megin. Fract. claviculae 3, costae 2, fibulae 2, nasi 2, radii 3, ulnae 2,
digiti complicata 1, malleolaris 1, humeri 4. 1 upphandleggsbrot varð
í Hvammstangahéraði. Annað, opið, gerðist á Ströndum, og var mað-
urinn sendur hingað. Hin 2 voru á unglingsstúlkum, sem duttu af hest-
haki. Auk þessara meira háttar meiðsla fengu allmargir smávegis áföll,
særðust af mari eða á annan hátt og þurftu því viðgerðar.
Sauðárkróks. Slys alls skráð 166, flest smávægileg: Lux. antibrachii
1, fract. claviculae 3, costae 6, antibrachii 2, radii 5, digiti I compli-
cata 1 og malleoli 3. 2 dauðaslys komu fyrir á árinu: 16 ára piltur
féll út af vélbáti og drukknaði. 15 ára piltur var að leika sér að því
að hanga á hökunni í reiða, er hékk yfir stigaopi, og var smábarn hjá
honum. Stuttu síðar heyrði fólk, að barnið grét, og er að var komið,
hafði pilturinn hengzt þarna, og var ekkert lífsmark með honum eftir
það. Læknir sá líkið 2—3 timum síðar.
Hofsós. Gamall maður, um nírætt, drukknaði í skurði á milli bæja.
Engin önnur alvarleg slys.
Ólafsfj. Slys nokkuð mörg, en flest mjög smávægileg og varla gef-
andi það nafn. Fract. costae 1, distorsiones 8, contusiones 28, ambus-
tiones fyrsta og annars stigs 7, vulnera dilacerata 23, inicisa 21, puncta
2, sclopetaria 1 (byssa sprakk, og stór skurður kom á kinn), corpora
aliena digitorum 8 (mest önglar), oesophagi 1 (bein), corneae 3,
conjunctivae 8. Congelatio 1 (maður lenti í hrakningum á trillubát
frá Siglufirði og að Látrum á Látraströnd). Logsuðueitrun 1. Sítrónu-
olíueitrun 1 (piltur drakk í einu 2—3 sítrónudropaglös saman við
„Valaash" og fékk krampakenndar innantökur og mikil uppköst).
Rafmagnslost 1 (rafvirki var uppi i ljósastaur og snerti leiðsluvír-
inn og jafnframt vírstag' úr staur til jarðar).
Dalvíkur. Eng'in dauðaslys á árinu. Var enn sem fyrr guðsmildin
yfir Svarfdælingum. 2 drengir duttu í ós Brimnesár, er þeir gengu
út á snævi þakinn elfarisinn. Var ekkert lífsmark með öðrum drengn-
um, en nokkurt með hinum, þá er þeir náðust. Af tilviljun var ég
staddur í námunda við ósinn, er slysið vildi til, og gat því tafar-
laust byrjað lífgunartilraunir. Annar kom fljótt til, en hinn ekki
fyrr en eftir hálfa aðra klukkustund. 2 menn á Dalvík lentu í bíl-
slysi. Annar slapp að mestu ómeiddur, en hinn hausbrotnaði (kúpan
og neðri kjálkinn). Virðist hann hafa náð sér að mestu, og var þó
illa útleikinn. 2 smástrákar átu eitur. Annar náði í öskju, þar sem
í voru pensilíntölur, og át nokkrar þeirra. Hinn komst í glas, er
innihélt kókaínupplausn (eyrnadropar), og drakk af. Eitrunarein-