Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 38
36
lungnabólgu. Bólusetning með dönsku bóluefni virtist draga úr veik-
inni eða koma í veg fyrir hana í sumuin tilfellum.
Ólafsvikur. Smákikhóstafaraldur á Hellissandi í apríl. Kikhósta-
bólusetning þar og í Ólafsvík.
Stykkishólms. Var í héraðinu um síðustu áramót og stakk sér niður
hingað og' þangað í héraðinu fram í apríl. Varð aldrei útbreiddur
og engir teljandi fylgikvillar. 1 einum hreppi voru bólusett 25 börn
gegn veikinni. Var það gert eftir beiðni aðstandenda barnanna. Vafa-
samur árangur.
Búðardals. Barst hingað um mitt sumar og var að stinga sér niður
hér og þar langt fram á haust. Virtist frekar vægur, 1 barn dó þó
úr veikinni. Nokkur börn voru bólusett, en ég sé mér ekki fært að
dæma um, hvort það bar nokkurn árangur.
Bíldudals. Barst hingað í júlí, og var slæðingur af honum fram í
október. Veikin reyndist mjög væg', og' sum börnin, sem ekki höfðu
áður fengið kikhósta, fengu hann ekki heldur nú, og þakka ég það
bólusetningu, er framkvæmd hafði verið, nokkru áður en veikin barst
hingað. Notað var að þessu sinni „pertussis vaccine“ frá Parke &
Davies, og virtist árangur sem sagt hinn bezti.
Þingeyrar. Barst frá Reykjavík og út í Keldudal í Þingeyrarhreppi,
þaðan til Þingeyrar og náði þar nokkurri útbreiðslu í ágúst. Mjög
vægur, og' ekkert barn dó. Mörg börn undir 4 ára aldri voru sprautuð
með kikhóstabóluefni, og árangur sýnilega rnjög góður. 2 börn fengu
pneumonia catarrhalis, en varð ekki meint af.
Flateyrar. Barst á Ingjaldssand í marz—apríl, sennilega úr Mýra-
lireppi, og sýktust allir, sem móttækilegir voru. Kikhóstabóluefni
var dælt í allt ungviði í héraðinu, sem ósýkt var, með þeim árangri,
að aðeins 7 börn sýktust í Mosvallahreppi, og tóku þau veikina
skömmu eftir bólusetninguna, en urðu lítið veik, og aðeins 2 sýkt-
ust á Flateyri. Óefað er mikil vörn í slíkri bólusetningu.
Bolungarvíkur. í júlímánuði 1 barn skráð með kikhósta. Á fsafirði
var sagt, að eitthvað hefði borið á veikinni. Kikhóstablær var nokkur
á hóstanum, og uppsölu kenndi um hríð. Stóð sjúkdómurinn í nokkr-
ar vikur. Fylg'di lungnakvef, og sjúklingurinn var lengi einangraður.
Sjúkdómurinn barst ekki á fleiri.
Isafj. Þegar fréttist til veikinnar i Reykjavík, var þegar hafizt handa
um bólusetningu, og var henni lokið, mánuði áður en veikin barst i
bæinn. Hvort sem það er að þakka bólusetningunni eða öðru, var
kikhósti þessi hinn vægasti, sem hér hefur gengið. Þó voru öll börn
á aldrinum 0—4 ára næin. Aðeins voru skráð 41 tilfelli, og ekkert
dauðsfall. í næsta faraldri á undan, árið 1942, voru skráð 94 tilfelli,
og 3 dóu. Það ár var lika bólusett. Athyglisvert, að i Súðavík var
bólusetningu ekki lokið, þegar veikin barst þangað, en þar lagðist
veikin miklu þyngra á en hér í bænum. í öðrum faröldrum síðan
1920 hafa verið skráð 148—394 tilfelli með 10—20 dauðsföllum.
Ögur. Kom fyrst hér við Djúp í Súðavík og lagðist allþungt á. Varð
að flytja 1 barn á sjúkrahús ísafjarðar. Enginn dó þó úr veikinni.
Bólusett voru öll börn í þorpinu, en það kom í ljós síðar, að veikin
hafði verið komin þangað, þegar bólusetning'in hófst, svo að ekki var