Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 39
37
að vænta árangurs, ef hans er þá nokkurn tíma að vænta. Bændur í
Nauteyrarhreppi fullyrða, að kikhóstinn hafi verið þar á ferðinni í
febrúar—marz, og er það eigi ólíklegt eftir lýsingunni eftir á, en
þó komu þá engin tilfelli á skrá. í aðra hreppa mun kikhóstinn og'
hafa borizt, þótt eig'i sé skrásett.
Hólmavíkur. Varð aðeins vart. Frekar vægur. Flestir krakkar bólu-
settir.
Hvammstanga. Aðeins 3 tilfelli í febrúar og marz. Breiddist ekki
út. Um 65 börn voru „bólusett“ gegn kikhósta i febrúar og marz, og
var bæði notað danskt og amerískt bóluefni.
Blönduós. Gerði ekki vart við sig, en allmörg börn voru bólusett
gegn kikhósta, vegna þess að til hans spurðist utanhéraðs.
Sauðárkróks. í janiiar leifar af faraldri fyrra árs, en virðist þar
með hafa dáið út.
Hafsós. Barst í héraðið síðla árs 1945 frá Sauðárkróki, en dó al-
veg út í janúar—febrúar 1946, er farið var að bólusetja gegn honum.
Grenivikur. Barn kom síðara hluta sumars frá Vestfjörðum, og
var sagt, að það væri með kikhósta. Var það einangrað, svo að kik-
hóstinn breiddist ekki lit. Síðast liðið vor voru öll börn, sem höfðu
ekki fengið kikhósta og voru yngri en 10 ára, bólusett.
Breiöumijrar. Flest börn innan 14 ára aldurs sprautuð með kik-
hóstabóluefni í apríl, maí og júní, og hefur það ef til vill átt sinn þátt
i því, að veikin lét ekki á sér bæra.
Þórshafnar. Heldur vægur.
Vopnafj. Varð ekki vart. Verður að þakka það kikhóstabólusetning-
unni, sem hér fór fram snennna um vorið. Gekk hér í næsta héraði, Þórs-
hafnarhéraði, og maður, sem talinn var hafa borið kikhóstann þang-
að, kom hér á land úr skipi og dvaldist hér á heimili innan um börn,
sem ekki höfðu fengið veikina. Ég byrjaði á kilchóstabólusetning-
unni fyrstu dagana í maí og hafði lokið henni að mestu um miðjan
mánuðinn, eða þegar vertíðarfólkið fór að streyma inn aftur.
Egilsstaða. Mjög vægur. Barst með börnum úr Reykjavík. Nokkuð
kvað að þvi, að fólk óskaði eftir, að börn væru bólusett gegn kik-
hósta, og var það gert. Voru alls bólusett um 80 börn. Um árangur
verður ekki sagt, því að kikhóstinn breiddist ekkert út. 5 börn fengu
kikhósta í júní. Munu þau börn öll hafa verið bólusett, enda veikin
væg á þeim. Viðhafðar voru kikhóstabólusetningar á börnum, sem
óskað var, og sjúklingarnir einang'raðir eftir mætti.
Búða. Barst í héraðið í ágústmánuði; breiddist lítið út, en var hér
viðloðandi þar til i október. Vægur.
Hafnar. Var yfirleitt vægur í flestum. í febr.—marz bólusetti ég' 123
börn á Höfn, í Nesja- og Mýrahreppi. Gaf ég kost á mér í Lón, Suð-
ursveit og Öræfi, en það strandaði á kostnaðaráætlun, og enn fremur
töldu sumir (réttilega) fullsnemmt að byrja þá þegar. En ég var
búinn að fá bóluefnið, og það var ekki talið varanlegt, svo að ég'
neyddist til þess að hefja bólusetningu hið fyrsta. Sat ég svo eftir
með sárt ennið og bóluefni í meira en 100 börn. Árangur tel ég samt
góðan. T. d. bólusetti ég tvíbura seinni partinn í febrúar. 8. ágúst
fékk rýrari tviburinn (stúlka, 8 mánaða) kikhóstann, ekki slæman,