Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 46
44
\arð lasinn, veiktist mikið, en slapp þó að mestu við lömun; var lengi
að ná sér. 1 barn og fullorðin stúllca fengu andlitstaugarlömun, sem
batnaði alveg. Hin tilfellin voru án lamana, og var sjúkdómsgrein-
ing oft óviss. Yfirleitt var faraldurinn vægur.
Hofsós. 1 grunsamlegt tilfelli, engin lömun.
Ólnfsfj. Enginn skráðra sjúklinga með lömun. Skráðir einungis
þeir sjúklingar, sem höfðu greinilegan hnakkaríg. Töluvert fleiri
veiktust, með verk í hnakka og nokkurn hita. Einnig vissi ég um
þrennt fullorðið fólk, sem hafði nokkurra strika hita og verlt í hnakka
og baki í alit að mánuð.
Dalvíkur. Allir skráðir sjúklingar á Árskógsströnd. 2 konur löm-
uðust, stúlka innan við tvítugt (bak og hægri handleggur). Báðar
voru sendar burtu til meðferðar. Batinn fer hægt, en full reynd er
ekld enn fengin.
Akureyrar. Kemur hing'að í september, og er þessi faraldur allút-
breiddur, einkum í október. Var allþungur, og dó hér 1 ungur maður
af völdum sjúkdómsins, en fleiri hafa varanlegar lamanir síðan.
Egilsstaða. í 2 tilfellum smávægilegar lamanir, sem bötnuðu aftur.
Sjúkdómsgreining í öðrum tilfellum vafasöm.
Seyðisfj. í desember veiktist 18 ára piltur af greinilegri mænusótt
með lömun á báðum ganglimum, sem þó virðist ætla að batna við
daglegar nuddaðgerðir. Enn fremur fær sjúklingurinn B. complex-
inndælingar.
Víkur. Varð fyrst vart seinna hluta nóvembermánaðar. Einn af
fyrstu sjúklingunum var 17 ára piltur, sem dó eftir fáa daga. í des-
ember aðalfaraldurinn. Þó eingöngu skráðir þeir, sem þótti nokkurn
veginn einsýnt, að hefðu tekið veikina. Hins vegar sá ég og frétti
um allmargt fólk, sem virtist hafa aðkenningu af veikinni, en hafði
mjög óljós einkenni. Tiltölulega fátt veiktist af börnum, aftur á móti
aðallega unglingar og fullorðnir. Það var áberandi, hversu veikin var
langvarandi, þó að ekki væri beinlínis um lamanir að ræða. Margir
lágu allt að mánuði og aðrir enn þá lengur með hitaslæðingi og
alls konar einkennum frá taugakerfi, t. d. svefnleysi og algeru mátt-
leysi, án þess þó að þeim versnaði. Margir sjúklingar lýstu þessu
þannig, að þeirn fannst þeir vera alheilbrigðir stund og stund, en
máttu sig ekki hræra og ekki tala nema lítið eitt í einu, en ef út af
því brá, urðu þeir alveg lémagna í öllum skrokknum, eins og menn
verða mest örmagna, ef þeir ganga fram af sér við erfiði, og fengu
þá strengi um sig alla, eins og þeir væru lurkum lamdir. Einu tólc
ég eftir, sein cg man ekki til, að bæri á í mænusóttinni, sem ég lenti
í á Hvannnstanga og eins nokkrum árum seinna á Breiðumýri. En
það var sviti. Fjöldinn af fólki svitnaði afskaplega mikið; það var
blátt áfram í svitabaði dag og nótt og löngu eftir að því var batnað,
og sagði margt af því, að því væri miklu svitagjarnara en endranær.
Einnig verða ýmsir sjúklingar einkennilega kvfaplegir í holdafari
(„gedunset" í andliti t. d.) og slapplegir. Nokkrir sjúklinganna fengu
lamanir með vöðvarýrnun.
Vestmannaeyja. 5 tilfelli. Veikin barst hingað undir áramót. Ung-
lingspiltur fékk lamanir í vinstra fót, og eru þær enn ekki batnaðar.