Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 234
232
ráðs í heild, og var það tekið fyrir á tveimur fundum ráðsins, 17. og
20. febr., og afgreitt í einu hljóði með svo hljóðandi
Ályktun:
Læknaráð finnur ekkert í skjölum málsins, er hnekki niðurstöðum
í læknisvottorði því, er fyrir liggur, en hins veg'ar treystir ráðið sér
ekki til að taka afstöðu til þess, hvert gildi refsing kunni að hafa fyrir
sakborninginn, honum til siðferðisbetrunar.
Málsúrslit. Með dómi liæstaréttar 16. marz 1948 voru sakborningar allir dæmdir
til fangelsisrefsingar, E. B. Þ-son 8 mánaða, L. G-son 5 mánaða og H. Þ-son 4 mán-
aða, tveir þeir síðar nefndu þó báðir skilorðsbundið.
2/1948
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 29. nóv. 1948,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs í málinu: M. Þ-son gegn vegamálastjóra
f. h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 30. júlí 1945, kl. 5V2 síðd., varð M. Þ-son, H-dal við K-veg i
Reykjavík, þá 23 ára að aldri, fyrir slysi á gatnamótum Hverfisgötu
og Barónsstígs með þeirn hætti, að bifhjól, sem hann ók á austur
Hverfisgötu, og vörubifreið, eign Vegagerðar ríkisins, sem var á leið
upp Barónsstíg, rákust á með þeim afleiðingum, að stefnandi fót-
hrotnaði (fractura cruris sinistri complicata). Var hann þegar fluttur
á handlæknisdeild Landsspítalans og þar gert að meiðslum hans.
Lá hann þar vegna brotsins til 20. okt. s. á. Eftir hann fór af spítal-
anum, var hann undir eftirliti aðstoðarlæknis handlæknisdeildar og
bar ekki á neinu óeðlilegu um brotið, sem virtist gróið, er fullir þrir
mánuðir voru liðnir, og leyfði læknirinn honum þá að byrja á léttri
vinnu. „En er hann fór að vinna aftur, svignaði fóturinn út á við um
brotstaðinn. Þreyta sótti þá mjög á fótinn, einkum eftir langar stöður
og áreynslu. Þetta kvað lítið hafa brejdzt síðan og sjúklingurinn
ekki verið fær um að vinna nema létta vinnu og hefur hann síðan
ekið fólksbíl.“ (Sjúkraskrá handlæknisdeildar Landsspítalans). Mynd-
aðist aukaliður (pseudoarthrosis) i brotinu, og var sjúklingnum skýrt
frá því af lækni sínum síðara hluta vetrar 1946. Varð samkomulag
um milli sjúklingsins og læknisins að fresta aðgerð um tíma, enda
áleit læknirinn „það ekki skipta neinu máli, hvað endanlegan árang-
ur aðgerðarinnar snertir.“ Gekk stefnandi síðan undir aðgerð á hand-
læknisdeild Landsspítalans 31. maí 1947 og var brautskráður í gibs-
umbúðum af spítalanum 31. ágúst s. á. Við skoðun á deildinni 14.
nóv. 8. á. hefur sjúklingurinn lengi verið gibsumbúðalaus, röntgen-
mynd sýnir brotið að fullu gróið og sjúklinginn albata að öðru leyti
en því, að „fjórar málmskrúfur liggja í beinunum eftir spenginguna,
og verður ef til vill að taka l>ær síðar með skurði.“ (Sjúkraskrá hand-
læknisdeildar Landsspítalans).