Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 55
53
Skýrsla berklayfirlæknis 1946.
Árið 1946 voru framkvæmdar berklarannsóknir (röntgenrann-
sóknir) í 27 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 15473 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 12267 aðallega úr 7 læknishéruðum (Hafnar-
fjarðarhérað fylgir enn sem fyrr heilsuverndarstöðinni í Reykjavik),
en með ferðaröntgentækjum 3206 úr 20 læknishéruðum. Fjöldi rann-
sóknanna er hins vegar langtum meiri, þar eð margir koma oftar en
einu sinni til rannsóknar. Námu þær alis á árinu 23089. Árangur rann-
sókna heilsuverndarstöðvanna er greindur síðar (sbr. bls. 127—128).
Af 3206, er rannsakaðir voru með ferðaröntgentækjum, voru 43, eða
1,3%, taldir hafa virka berklaveiki. 24 þeirra, eða 7,5%c, voru áður
óþekktir. Rannsóknir þær, sem framkvæmdar voru með ferðaröntgen-
tækjum, má greina á þrennan hátt eftir tegund þeirra: Heildarrann-
sóknir, skólarannsóknir og rannsóknir á fólki samkvæmt vali héraðs-
lækna. Að þessu sinni voru heildarrannsólcnir framkvæmdar í 2
læknishéruðum: Eyrarbakkahéraði (þó aðeins í kauptúnunum Eyrar-
bakka og Stokkseyri) og í Ytri-Njarðvíkum í Keflavíkurhéraði. Rann-
sóknir á nemendum í skóluin tóku til 7 læknishéraða (Sauðárkróks,
Blönduóss, Hvammstanga, Kleppjárnsreykja, Borgarness, Laugaráss
og Selfoss). Rannsóknir á fólki samkvæmt vali og ákvörðun héraðs-
lækna voru framkvæmdar í 11 læknishéruðum á Austur- og Norður-
landi, frá Hornafjarðarhéraði til Húsavíkurhéraðs, að báðum með-
töldum. Rannsóknir þessar voru gerðar í maímánuði á varðskip-
inu Ægi. Var tveimur röntgentækjum komið fyrir um borð og fólkið
rannsakað þar. Voru alls rannsakaðir 1149 manns á þenna hátt. Var
fólk yfirleitt valið til rannsóknanna á sama hátt og áður hefur verið
greint (sjá Heilbrigðisskýrslur 1939—1940). Aðstoðarlæknisstarfi
berklayfirlæknis gegndi Jón Eiríksson læknir.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Á árinu er 21 berklasjúklingur talinn dáinn úr berklaveiki í
héraðinu. Af þeim dó þó 1 af slysförum.
Akranes. 26 ára karlmaður fékk haemoptysis og var bacillær.
Bróðir hans dó úr tbc. pulmonum á sama heimili árið 1941. Annar sjúk-
lingurinn, barn á öðru ári, fékk meningitis tuberculosa. Var í næsta
húsi við hinn sjúklinginn og samgöngur á milli. 46 ára kona hafði tbc.
renis og' dó eftir operatio. 23 ára stúlka hafði smitazt á barnsaldri, en
verið óvirk undanfarin ár. Nú fékk bún tbc. cruris (culis og subcutis)
og chorioiditis tuberculosa.
Kleppjárnsreykja. Enginn nýr sjúklingur. Einn endurskráður með
adenitis. Hafði áður lungnaberlda.
Borgarnes. Sjúklingur skráður með pleuritis. Ókunnugt um smitun.
Lá heima og batnaði vel.
Ólafsvíkur. 1 gamall sjúklingur skráður á ný. Er á Vífilsstöðum.
Stykkishólms. Áf skráðum sjúklingum á árinu er enginn með smit-
andi berklaveiki.
Búðardals. 3 nýir sjúklingar á árinu. Stúlka veiktist, nokkuð löngu
áður en ég kom í héraðið. Hafði verið eitthvað slöpp um langa hríð,
og mun lækni hafa grunað, að um tbc. væri að ræða. Var hún því send