Búfræðingurinn - 01.01.1943, Side 72
70 BÚFRÆÐINGURINN
býr, þarf á N-efnasamböndum jarðvegsins að halda til þess
að byggja upp frumur sínar og til þeirra nota tekur hann
drjúgan toll af öllum N-efnasamböndum, sem hann hefur til
meðferðar, allt frá því hann byrjar á sundurliðun þeirra og
þar til þau eru orðin að nítrötum. Þetta er þó ekki tapaður
l'orði fyrir jurtagróðurinn nema í bili, því plönturnar endur-
heimta hann að allmiklu leyti, þegar huldugróðurinn fellur
frá og frumur hans leysast upp á sama hátt og önnur lífræn
efni. Að því er tekur til ammoníaksins og nítratanna, þá er
þetta jafnvel til nokkurs gagns, því það bindur N-efnaforðann
í jarðveginum á þeim tíma, sem plönturnar þurfa sízt á hon-
um að lialda og forðar honum frá útþvotti. Mest kveður að
þessu, þegar miklu af auðleystum kolvetnissamböndum er
blandað í jörðina, eins og t. d. ógerjuðum áburði, einkum ef
hann er blandaður heyi eða hálmi. Þá búa kolvetnin alls kon-
ar bakteríum svo góð kjör, að þeim fjölgar óskaplega og þurfa
þá að taka góðan skerf af ammoníaki og nítrötum til þess
að fullnægja N-efnaþörf sinni. Nýr húsdýraáurður gefur þvi
ekki í bráða hönd eins mikil N-efnisáhrif og efni standa til,
en hefur þess meiri eftirverkun. Gerjaður áburður hefur hlut-
fallslega minna af auðleystum kolvetnissamböndum og á
lionum verða því minni svona löguð afföll.
En það er annað tap, sem bakteríur geta valdið á nitratsam-
böndum jarðvegsins, sem er jurtagróðrinum meiri skaði en þótt
eitthvað af þeim bindist um stund i lífræn sambönd. í jarðveginum
er flokkur loftfælinna baktería, sem fullnægja súrefnisþörf sinni
með því að ná þvi frá nitrít og nítratefnum, en við þá afsýr-
ingu breytast þau í gaskennda köfnunarefnissýringa, ammoniak
og jafnvel frjálst köfnunarefni. ÖIl þessi efni geta rokið burtu,
þótt talið sé liklegt, að nokkuð af þeim, einkuin ammoníaki, sýrist
aftur og myndi nítrat á ný.
Þessi a f n í t r u n (Denitrifikation) er því aðeins talin geta gerzt
að neðangreind skilyrði séu til staðar: 1) að loftræsla sé lítil eða
engin; 2) að i jarðveginum sé nægilegt af auðleystum kolvetnum
til næringar bakteríum; 3) að jarðvegurinn sé minnst 5° C heitur,
en afköst bakteríanna vaxa óðum eftir að komið er upp fyrir 9%
en eru mest við um 30° C; 4) að sýrustig jarðvegsins sé ekki undir
pH 5.5. Kjörsýrusvið bakteríanna er talið pH 6.0—8.0.
Af þessum atriðum má sjá, að ýmsar hömlur eru á vegi bakterí-
anna við þessa starfsemi. í efsta lagi jarðvegsins, þar sem mest er