Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 15
Björn Björnsson
Guðfræðin og guðfræðingurinn
Hvað er guðfræði? Hvað er að vera guðfræðingur?
Slíkar spumingar verða áleitnar þegar bomar em fram heillaóskir, þökk
og virðing, er Þórir Kr. Þórðarson fyllir árin sjötíu og lýkur farsælum
starfsferli sem prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands.
Samkvæmt gróinni hefð leita menn svara við spumingunni um guð-
fræðina með því að tilgreina fræðasvið hennar, sem em æði mörg, og þá
viðfangsefni hennar, sem hljóta að verða margfalt fleiri. Auk þessa hvílir á
guðfræðinni, sem öðmm háskólavísindum, sú skylda að réttlæta með gild-
um rökum tilvist sína í akademíunni og stöðu í samfélagi rannsókna og
miðlunar þekkingar. Dr. Þórir Kr. Þórðarson hefur verið guðfræðinga ötul-
astur að opna guðfræðinni æ fleiri víddir og leiða hana á vit nýrra starfs-
sviða; og leit er að guðfræðingi sem er vandlátari fyrir hönd guðfræðinnar
um að hún sanni þegnrétt sinn í háborg fræða og vísinda. f þessu samhengi
er við hæfi að nefna framlag dr. Þóris til mótunar stefnu Háskóla íslands í
rannsóknum og kennslu, en um árabil var hann fulltrúi háskólarektors í
nefnd um æðri menntun og rannsóknir á vegum Evrópuráðsins. Þá hafði
hann sem ritstjóri Árbókar háskólans til fjölda ára einstaka yfirsýn yfir vís-
inda- og rannsóknasvið allra deilda og skora háskólans. Þá viðkynningu
nýtti hann sér ekki til skráningar í árbókina einvörðungu, heldur og í ræðu
og riti til brýningar á skyldum og metnaði háskólans sem æðstu mennta-
stofnunar þjóðarinnar. Guðfræðideildin hefur notið þeirrar áminningar og
vitundarvakningar í ríkum mæli.
Fyrir allt þetta, er heyrir til sæmdar háskólastarfs og guðfræðiiðkunar,
er dr. Þórir frábær fulltrúi, og því má fyllilega treysta að guðfræðinni, í
þeim skilningi sem hér býr að baki, sé gerð góð skil í forsjá hans. En ekkert
þessa er þó efst í huga mér þegar ég tengi guðfræðina og dýpstu rök hennar
við nafn prófessorsins í guðfræði, dr. Þóris Kr. Þórðarsonar. Því hversu
ítarleg og nákvæm sem greinargerðin um innihald guðfræðinnar kann að
vera, og í hversu góðum höndum sem framsetning hennar er, þá mun enn
spumingunni ósvarað: Hvað er guðfræði? Ósvarað vegna þess, eins og svo
oft vill bera við, að ekki er rétt spurt. Dýpstu rök guðfræðinnar eru tilvist-
arleg, og slíkum rökum hæfa tilvistarlegar spumingar og svör.
13