Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 94
Þórir Kr. Þórðarson
Á síðari hluta síðustu aldar fannst á þessu svæði áletraður steinn, sem
nefndur hefur verið Móabssteinninn.2 Hann er geymdur í Louvre-safninu í
París. Áletruninina lét gera konungurinn í Móab, Mesa að nafni. Hafði
hann unnið af ísraelsmönnum borgina Atarot og slátrað öllum íbúum
hennar að boði guðsins Kemosar, en Kemos hét guð Móabsmanna. Þá
hafði hann einnig náð borginni Nebó af ísraelsmönnum, drepið alla íbúana,
karla og konur 7000 manns. Einnig hafði hann tekið helgigripina úr
musteri Yahweh, er þar var, og flutt þá á altari Kemosar. — Sést af þessu
að stríð Mesa konungs er eins konar ritúelt stríð, heilagt stríð og laut lögum
um algera tortímingu, herem, eða bannhelgi. Stríðið er frá hans sjónarmiði
í raun stríð milli Kemosar, guðs Móabíta, og Yahweh, Guðs ísraels.
vm
Að baki þessa foma texta Móabsmanna búa hugmyndafræði hins heilaga
stríðs og lög um bannhelgi eða herem. Og það er einmitt á gmndvelli
slíkrar hugmyndafræði sem landnámsfrásögn Jósúabókar er reist. Hún á sér
ekki stoð í sagnfræðilegum vemleika, heldur liggur beint við að álykta að
hún sé eins konar bókmenntalegt stflbragð til þess ætlað að setja fram
táknlega mynd. Táknkerfið miðar að alveldi Yahweh, gjöf landsins og
illsku þeirra afla er stóðu gegn guðlegum áætlunum. Bardaginn gegn illum
öflum minnir mig einna helst á heimsslitalýsingar í apokalýptískum ritum
(t.d. Opinberunarbók Jóhannesar) þar sem hinstu átök fara fram milli ljóss
og myrkurs. Frásögnin kann því að vera mnnin úr prestslegum fræðum við
helgidóminn í Gilgal. Hún byggir ekki á vitneskju um raunvemlega
atburðarás, enda vafalaust fáar skrifaðar heimldir til um hið langa
landnámsskeið á löngu liðnum tíma, en hún vill draga fram trúarlega þætti
um merkingu.
Þess em mörg dæmi að frásögn sé öll á hinu yfimáttúrlega sviði. í hinu
volduga kvæði um bardagann við konungsmenn í Hasór í 5. kapítula
Dómarabókar kveður Yahweh sjálfur til himneskar hersveitir sínar, og
2 Móab, var ríki austan Dauðahafs, nágrannaríki ísraels. Móabíska var svo náskyld
hebresku að þær tvær tungur geta nánast kallast tvær mállýskur sama
tungumálsins.
92