Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 176
Magdalena Schram
„Böm deyja líka á Mayo Clinlc þrátt fyrir öll læknavísindi. Sjúkdómar
eru birtingarform hins illa, „djöfulsins”, og ef konan, sem missir bömin sín,
fær styrk í trúnni, er guð sannur. Ef guð er sköpunarmynd mannsins, hug-
mynd sem maðurinn hefur búið sér til, er það sönn hugmynd, sem birtir
æðri sannleika. Beethoven-sinfónía er sönn, það heyrum við þegar við
hlustum á hana, hún birtir æðri sannleika. En yfírborðsleg glamurtónlist er
ósönn, hún birtir engan sannleika.
Sannleikurinn kemur fram í andstæðum. Tungumál trúarinnar í ritning-
unni er ljóðið, sannleikurinn er ekki sagður í formúlum heldur er það eins
og í rafmagnsfræðinni í skólanum í gamla daga, manstu, þessi tvö rafskaut,
neikvætt og jákvætt, og mitt á milli myndast neisti. Mitt á milli andstæð-
nanna tveggja er sannleikurinn; þannig er tungumál ritninganna. Guðfræð-
in er ekki yfirskilvitleg efnafræði. Bókmenntimar, — tjáningarform þeirra
er tjáningarform trúarinnar í tilbeiðslunni, þess vegna töluðu 8. aldar spá-
mennimir hebresku aðeins í ljóðum! En guð er ekki áþreifanlegur, hið illa
er aftur á móti áþreifanlegt, — í heimsstyrjöldinni þegar fólk var brennt
lifandi á götum úti í napalmbáli Hið illa er í sókn í heiminum núna”.
„Djöfullinn kann Biblíuna líka”
— Hervæðingin, já. Um daginn las ég lesendabréf í dagblaði þar sem hver
tilvitnunin úr Biblíunni rak aðra, allt um það hvenær heimurinn myndi tor-
tímast. Ég er ekki það sem kallast getur trúuð, held ég, en svei mér ef mér
rann ekki kalt vatn milli skinns og hömnds!
„Já, en sjáðu, djöfullinn kann líka Biblíuna utanað, og allt má sanna
með einangruðum biblíutilvitnunum. Þú segist ekki vera trúuð. En veistu,
að það em oft bestu trúmennimir sem halda einmitt því fram, segjast vera
guðleysingjar. En þeir em oft það fólk sem krefst svars, er að leita og sættir
sig ekki við billegu svörin, heldur þau heiðarlegu. Lúther var ekki trúmaður
í þeim skilningi sem lagt var í það orð á hans tímum af kirkjunni. Jesús
Kristur var ekki talinn trúaður af bestu og trúuðustu mönnunum á hans
tíma, þeir viðurkenndu ekki Jesú, baráttumanninn fyrir nýjum skilningi. í
Jobsbók em vinir Jobs, þeir sem andmæla honum, einmitt fulltrúar trúar-
innar, en Job tekur ekki þeirra skýringar gildar. Hann finnur enga lausn á
því hvers vegna hann hafði misst öll bömin og allt sem hann átti. Hann
neitar öllum skýringum trúarinnar á því hvers vegna hið illa er til. En í 42.
kapítulanum, þegar hann stendur frammi fyrir raunvemleikanum, hinni
yfirþyrmandi staðreynd lífs og dauða og æðra afli sem öllu ræður en hann
174