Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 151
Glettni sem gríma raunveruleikans
Hann svaraði:
Ég er Hebrei, og ég trúi á Drottin, guð himinsins, sem skapað hefur sjó og land.
Þá urðu skipverjar skelfíngu lostnir og sögðu við hann:
Hvað hefur þú gert!
Nú lýkst það upp fyrir þeim sem Jónasi var hulið, að enginn getur umflúið
Guð né sjálfan sig né örlög sín. Það eru kannski kynni þeirra af leyndar-
dómum hafsins og stórmerkjum náttúrunnar sem gert hafa þá skyggnari á
innstu rök lífsins en Hebreann Jónas. Hinir „heiðnu“ sjómenn eru honum
fremri. Trú þeirra er andstæða uppgjafar (vantrúar) Jónasar. Og þeir eru
líka skynugir. Þeir vilja vita (yada). Og með því að varpa hlutkesti komast
þeir að hinu sanna, hvers vegna óveðrið skall á og ógnaði lífi þeirra. Þá
kemur það upp úr Jónasi, að hann veit líka (yada). Það er vegna hans sjálfs
sem óveðrið geisar. Trú skipstjórans kemur sömuleiðis fram og er í sterkri
andstöðu við vantrú Jónasar, sem varpað hefur frá sér allri ábyrgð og
steinsefur í lestinni.
Stormurinn æðir og skipið skoppar eins og leikfang á hvítfyssandi
stórsjóum, sem ýmist þeyta því hátt á loft eða ganga yfir það í hrönnum, og
skipverjamir verða að komast að því hvað gera skal til bjargar. Jónasi er
ljóst orðið að flótti hans hefur mistekist, lífsörlög hans hafa náð honum á
flóttanum. En lausn hans er uppgjöfín. Hann hefur glatað trúnni. Og
dauðaósk hans fyllir hugann. — Hér hefur öll glettni vikið fyrir
harmleiknum í algerri auðn sálar hans: „Kastið mér fyrir borð,“ segir hann.
En skipverjar ansa því ekki. Þeir hafa ekki glatað trúnni á að björgun sé
möguleg. Þeir taka til sinna ráða og reyna að snúa skipinu upp í veðrið til
þess að hafa stjóm á því og róa því í áttina til lands. En allt kemur fyrir ekki
í hafrótinu, og þá eiga þeir eftir aðeins eina leið, sem Jónasi hafði ekki
hugkvæmst, þar sem hann var búinn að glata trúnni: Þeir ákalla Guðs nafn.
Þegar hér er komið sögunni verður lesandanum ljóst að ekki er sagt frá
hversdagslegum viðburðum, heldur er sem hafið sé persóna sem ávörpuð sé
og lætur að vilja þess sem til þess talar. Sjórinn er reiður, hann æðir í bræði
gegn skipinu, en jafnskjótt og Jónasi hefur orðið að ósk sinni og skipverjar
hafa varpað honum fyrir borð, lætur hafið af bræði sinni og kyrrist.
149