Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 58
Þórir Kr. Þórðarson
höfðu upphaflega; og þegar fundið var sviðið, sem þeir áttu að upphafi,
voru þeir skýrðir út frá því.
Þessi rannsóknarstefna útheimti náttúrulega könnun á guðsþjónustu
Hebrea á tímum Gamla testamentisins — og guðsþjónustu frumkirkjunnar;
ennfremur á lögum, þjóðskipulagi og menningu Fom-Hebrea, jafnt sem á
safnaðarskipan fmmkirkjunnar. Trúarbragðasögulegi skólinn varð því til
þess að ryðja brautina hinum kirkjulega skilningi á ritningunni; það þjóð-
félag, sem Gamla testamentið var sprottið af, var fyrst og fremst guðveldi
og kirkja, og áttu því textamir kirkjulegt baksvið. Einnig sáu menn að til
þess að skilja Nýja testamentið til fullnustu þurfti fyrst og fremst vitneskju
um líf hinnar kristnu kirkju á fyrstu öldinni e.Kr. Hver sá, sem les Nýja
testamentið, fullvissar sjálfan sig um það, hversu litla þekkingu rit þess láta
í té um starf frumsafnaðarins í einstökum atriðum, svo sem um guðsþjón-
ustuformið, uppfræðslu og vígslu (skím) trúnemanna. Þessa hluti þurfti að
rannsaka, sér í lagi í ljósi annarrar og þriðju aldar, er heimildir gerast auð-
ugri, en jafnframt er torráðið að hve miklu leyti þær heimildir gilda um
hina fyrstu upphafstíma — (og nú einnig í ljósi Dauðahafshandritanna).
Þessi trúarbragðasögulega rannsóknarstefna hafði mikið gildi fyrir hinn
guðfræðilega skilning á textum ritningarinnar. Hún fól því í sér frjóanga
þeirrar endurvakningar biblíufræðanna, sem sætir svo mikilli nýlundu í guð-
fræði samtíðarinnar. Hina ófrjóu málfræðilegu skoðun á textunum leysti nú
af hólmi alhliða rannsókn þeirra í ljósi þess þjóðfélags og trúarsamfélags
sem hafði skapað þá, varðveitt og um hönd haft. Þannig opnuðust dyr enn
víðtækari rannsóknum á nútíðarmerkingu innihaldsins í ljósi þjóðfélagsins,
trúarsamfélagsins, kirkjunnar, sem enn er við lýði og notar þessa texta.
Nú var samhengið fengið við nútímann, enda er kristin kirkja beint
framhald hins foma ísraels eða Guðs lýðs. Það er ekki tilviljun ein, að lang-
merkustu uppgötvanir um guðsþjónustu Fom-Hebrea (sem Gamla testa-
mentið er svo fáort um, af því að menn skrifuðu ekki um þá hluti sem allir
þekktu) vom gerðar af mönnum, sem alist höfðu upp innan kirkjudeilda
sem varðveitt höfðu fomt guðsþjónustuform og rækt lítúrgískt líf. Spum-
ingin um guðsþjónustuform Hebrea, Gyðinga og fmmkristni var þeim rík í
huga, og hin trúarbragðasögulega rannsóknarstefna þeirra beindi þeim á
þær brautir, að þeir uppgötvuðu rótfesti margra þeirra texta í guðsþjónustu-
hefð ísraels og litúrgíu sem áður höfðu verið túlkaðir einhliða bókmennta-
sögulega sem verk einstakra ljóðskálda og rithöfunda.
56