Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 86
Þórir Kr. Þórðarson
En á 8. öld gerðist það að mikil holskefla reið yfir landið. Assýríumenn
hertóku norðurhluta þess, ríkið ísrael, en suðurríkið, Júda, slapp með
naumindum undan hrammi stórveldisins. íbúar norðurríkisins voru flestir
hemumdir og. hurfu í þjóðahafið, en prestum og fræðimönnum tókst að
bjarga bókum með fomu efni á flótta sínum til Jerúsalem.
Þetta mikla áfall hefur orðið mönnum tilefni til þess að horfa um öxl og
huga að liðinni sögu. Af slíku sprettur einatt sú viðleitni að túlka fortíðina,
átta sig á því lífsgildi sem menn telja undirstöðu þjóðlífs og sjálfstæðis
þjóðar. Trúararfurinn var á þeim tíma skilinn sem pólitískur arfur, þjóðar-
sagan og trúarsagan vom samtvinnaðar.
Á þessum tíma störfuðu hinir fyrstu hinna svonefndu klassísku
spámanna, Amos, Hósea og Jesaja. Vemlegur hluti kenninga þeirra hefur
að markmiði og túlka liðna sögu, leggja á hana mat á gmndvelli hins
opinberaða guðsvilja. Sýndu þeir fram á trúrof lýðsins við náð Guðs og
kærleika, og brigð manna á lögum og rétti. Þeir boðuðu hmn og eyði-
leggingu sem afleiðingu þess að menn höfðu vikið af vegi laga og réttar
Guðs og manna. (Svipar þeim til hagfræðinga nútímans sem prédika tvo
vegi, annan er til glötunar liggur ef menn gæta ekki að lögmálum í
peningamálum, hinn til farsældar, ef menn gæta jafnvægis í greiðslu-
jöfnuði. Spámennimir vom að mínu áliti hinir fyrstu sem héldu því fram að
rök væri að finna í sögunni, þótt söguskýring þeirra hafi verið með öðm
móti en grísku sagnaritaranna Heródótosar og Þúkýdídesar, sem nefndir
hafa verið feður nútíma sagnaritunar og vom uppi þrem öldum síðar.
Árið 622 var gerð tilraun til þess að reisa við að nýju hin fomu lífsgildi
(siðbót Jósía).
Næst reið holskefla yfir á 6. öld, hin síðasta í raun, því að þá var úti um
hið sjálfstæða konungsríki Júda. Nýtt heimsveldi var risið, Babýlon.
Hrammur dýrsins reið að litla konungsríkinu, ríki Jórsala 587 f.Kr. Borgin
var lögð í eyði, musterið brennt og leiðtogar þjóðarinnar og kunnáttumenn
á öllum sviðum herleiddir til Babýloníu. Nú virtist úti um þjóðina.
Fyrirheit Yahweh virtust hafa brugðist. Hið ævarandi konungdæmi
Messíasar, „Davíðs,“ var ekki ævarandi þegar til átti að taka. Stofnanir
þjóðarinnar vom að velli lagðar. En þá hófst endurreisnarstarfið.
Það verður að teljast til meiri háttar furðuverka mannkynssögunnar að
þessi þjóð og átrúnaður hennar leið ekki undir lok, þegar hér var komið
sögu. Allar menningarheildir þess tíma, öll trúarbrögð og ríki, liðu undir
84