Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 175
„Djöfullinn kann Biblíuna líka utanað”
þjónustu, jafnvel hins opinbera, eins og ég skrifaði um í Auðarbók Auð-
uns. í öðrum löndum, t.d. í V-Þýskalandi, eru stjórnmálamenn virkir í
kirkjustarfmu vegna þess að pólitílc er einnig um þessi sömu efni. Forseti
V-Þýskalands hefur skrifað um guðfræði, einnig Helmut Schmidt, fyrrum
kanslari. Þeir eru með á hinum mikla árlega kirkjudegi, Kirchentag, nokk-
urra daga samkundu hundruða þúsunda, þeir eru með í friðarstarfi kirkj-
unnar. Þar er þetta ekki eins og á íslandi þar sem stjómmálamennirnir
gægjast inn um kirkjugluggann til þess að gá hvað er á seyði. . . Á þessu
em margar undantekningar. Jón Helgason á Selbúðum hefur verið í sókn-
amefnd og móðir hans Gyðríður á Seglbúðum, þekkirðu hana? Hún er
komin á níræðisaldur, ég hef alltaf verið svo skotinn í þeirri konu en hitti
hana ekki fyrr en um daginn, er við hjónin fómm austur að Kirkjubæjar-
klaustri til að vera við minningarhátíðina. Það var stórkostlegt. Þá mátti
finna hvemig landið, trúin og fólkið og sauðkindin em ein heild ... Og þar
hitti ég loksins Gyðríði. Hún á þessa gömlu íslensku sveitatrú, sem mér
finnst alltaf fullkomnasta trúar-„týpa” sem ég þekki. Hennar dagar em
innrammaðir vissum siðum trúar og bænar. Ég var um daginn hjá prófessor
Jóni Steffensen, hann býr héma hinum megin við Aragötuna, hinum merka
vísindamanni. Hann sýndi mér gamla íslenska bók, rím, þú veist það þýðir
kalender, og í þessu almanaki var allt sem íslenski bóndinn þurfti að vita,
sagði Jón Steffensen; hér stóð hvenær hófst 13. vika sumars, hvenær var
vinnuhjúaskildagi o.s.frv., og hér aftan við em bænir, daglegar bænir og
bænaráköll við dauðsfall og önnur tækifæri, og aftast úrval bænaversa úr
Saltaranum, það em Davíðssálmarnir. Með þessa bók í höndum, sagði
hann, eða aðra áþekka, héldu menn kjarki og von. Dagamir vom innramm-
aðir í siði trúarinnar, bænarinar. Þama var e.t.v. komin skýringin á dugnað-
inum, kjarkinum, voninni, einnig í Skaftáreldum. Þá var kirkjan lífið líka.”
Skapaði maðurinn Guð?
— Sumir segja að trúin á guð sé aðeins skýring fávísra manna á því sem
þeim er ekki unnt að skilja sjálfum. Ertu ekki bara að segja að íslenskir
bændur, sem vom ofurseldir náttúm landsins, veðri og örbirgð, hafi hallað
sér að þeirri skýringu að vegir guðs séu órannsakanlegir? Kona sem missir
hvert bamið á fætur öðm skýrir dauða þeirra með því að vísa á vilja guðs.
En við vitum nú, að læknisfræði, hreinlæti og hollustuhættir hefðu getað
bjargað baminu, en ekki einhver önnur ákvörðun guðs?