Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 84
Þórir Kr. Þórðarson
torah, og segja þær sögu upphafstíma Guðs lýðs, hins foma ísraels, en
greina einnig frá upphafssögu þess alheims þar sem Guðs lýður er vistaður.
Næsti sagnabálkur er sex bækur, Jósúabók, Dómarabók, Samúels-
bækumar tvær og Konungabækurnar tvær. Þessar sex bækur hafa að
geyma ýmis minni söfn sagnaritunar, og í þeim hafa varðveist heimildir af
fjölskrúðugu tagi. Þeim bálkum og heimildum var steypt saman í samfellt,
ritstýrt rit á 7. öld f.Kr. en á 6. öld f.Kr. var gengið endanlega frá hinni
ritstýrðu gerð og hún út gefin, er sögu næstliðinnar aldar hafði verið bætt
við.
Þessi mikli sagnabálkur sem þannig varð til dregur nafn sitt af 5.
Mósebók, sem einnig heitir Devteronómíum (og er hún svo nefnd í
Guðbrandsbiblíu). Nefna fræðimenn því sagnabálk þennan „devtero-
nómska söguverkið“. Er það sökum þess að meginstefnan sem gætt var,
þegar hinum ýmsu heimildum var ritstýrt af sagnameisturum og
skólamönnum, var stefna 5. Mósebókar, Devteronómíum; að hlýðni við lög
leiði til farsældar, en trúrof til ógæfu, og að lífið á öllum sviðum skyldi
miða við hin æðstu gildi ofar mönnum.
Þriðja söguverkið er hinn svonefndi Kronisti, þ.e. Kronikubækumar
tvær og Esra- og Nehemíabækur. Heimildir Kronistans eru einkum
söguritin tvö sem að ofan greinir. Sagnfræðilegt gildi hans er einkum
bundið síðara skeiði, og einkennist þetta söguverk einkum af sögutúlkun
og söguskýringu. Geymir Kronistinn ýmsar verðmætar heimildir um tíma
Nehemía og Esra, þ.e. um 5. öldina f.Kr. Um þennan sagnabálk íjöllum við
ekki frekar hér.
III
Áður en við snúum okkur að devteronómska söguverkinu, Jósúabók til
Síðari Konungabókar, og upphafi þess í 5. Mósebók, skulum við ræða
stuttlega um sagnaritun í ísrael. Sagnaritun Mósebóka hefst á sköpun
heims, en upphafssaga hinna fomu Hebrea hefst með höfuðfeðrum eða
patríörkum, Abraham, ísak og Jakob. Frá þessu tímaskeiði hafa varðveist
sögur í munnlegri sagngeymd. í aldanna rás vom þær fægðar og fágaðar og
þeim gefinn sá blær fyrirheits sem olli því að þær varðveittust sem eins
konar undirstaða þjóðarvitundar ísraelsmanna.
82