Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 73
Um skilning á Biblíunnui
Sama máli gegnir um frásagnirnar af opinberuninni við Sínaí og
óbyggðagöngunni, og um sagnabálkana, devteronómska söguverkið svo-
nefnda (Jósúabók til síðari Konungabókar) og um kronistann (Kroniku-
bækur, Esra og Nehemía). Þar er byggt á heimildum en verkin samin til að
leiða í ljós sannleikann og boða hann. Við gætum nefnt þetta söguskilning,
en söguskilningur er kjami trúarinnar, einnig kristinnar trúar: Guð er í
sögunni.
Þessi trú, að Guð sé í sögunni, er tjáð með íkónum í grísku kirkjunni.
Þótt íkónagerð sé brot á 2. boðorðinu í hinni hebresku boðorðaröð
(myndbanninu, 2M 20.4-6), er tilvera þeirra nær eðli hebreskrar trúar en
myndleysi sýnagógunnar og moskunnar.
Spámennimir kenndu að Guð væri í sögunni og að sagan yrði að lúta
dómi réttlætisins. Á kenningu þeirra gmndvallast hinir fomu sagnabálkar.
Þeir vom ekki fullgerðir fyrr en á 6. öld f.Kr. og síðar.
Þetta atriði er undirstaða kristinnar trúar: Að Guð er í sögunni.
Holdtekningin er sá homsteinn.
Ef við spyrjum frekar um það, hverjar séu undirstöður kristinnar trúar,
sjáum við brátt að samnefnarinn í allri hinni hebresk-kristnu hefð er sá
vemleiki að Guð er meðal manna sem lifa í samfélagi, og hjálpar þeim í
baráttu lífsins, styður þá í raunum, fyrirgefur trúrof þeirra, leysir þá úr
viðjum hvers konar, skapar nýtt líf á hverri smnd (einnig í listrænni sköpun
listamanns og barnsins að leik). Þessi staðreynd er haldin heilög í
altarissakramentinu. Er það sérstaklega ljóst í grískri guðfræði orþódoxu
kirkjunnar, sem byggir á hinu leikræna og músíkalska eðli guðsþjónustu
þeirra, en er einnig í samhljóðan við lútherskan skilning.
í þessum skilningi er Biblían gmndvöllur trúarinnar. Hún er frásögnin
af þessum viðburðum og staðreyndum, og hún er boðun þessa vemleika
sem frásagnimar leiða í ljós. Þá er hún vitnisburður um lifað samfélagslegt
líf, er fólk safnaðist saman umkringis hina heilögu örk eða um brotningu
brauðsins. En hún er ekki gmndvöllur trúarinnar í þeim skilningi, að þar sé
að finna vísindalega og fomleifafræðilega sannaða viðburði sem sanni
vemn Guðs, eins og menn sanna kenningar í efnafræði.
Biblían og kristin trú
Nú vaknar spuming í sumra huga:
71