Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 98
Þórir Kr. Þórðarson
yfirráð) Guðs. „Til komi þitt ríki,” biðjum við daglega. Skynjum við þá
bæn til fulls? „Rflci Guðs” er nærvist Guðs, það er andlegur veruleiki og
óstundlegur sem á erindi við hið stundlega líf þjóðar og einstaklings. „Yfir-
ráð Guðs,” um tilboð hans um líknandi kærleiksþjónustu, og handleiðsla og
krafa hans um réttlæti og réttlátt þjóðfélag er rödd Guðs til manna. —
Spumingin um Guð er þannig hið hagnýtasta af öllu hagnýtu.
Hvað er Guð?
En til hvers er að ræða um „guðshugtak” og „guðsvitund” þegar enginn
getur svarað spurningunni: „Hvað er Guð?” Samt hefur mannsandinn
fengist við það verkefni um öll tímaskeið sögu sinnar — í ljósi deismans,
pantheismans og panentheismans, svo aðeins sé minnst á fáeinar af þeim
stefnum sem ráðandi hafa verið í þessu efni. En þeim er það öllum sameig-
inlegt að vera mannlegar og ófullnægjandi tilraunir til þess að komast til
botns í innsta veruleika alls lífs. Og menn hafa viljað reisa sér miklar bygg-
ingar heimspekilegrar hugsunar þar til þeir — að lokum — næðu til Guðs.
En sagt hefur verið, að ef við byrjum ekki með honum, náum við ekki til
hans. („If one does not start with him, one cannot reach him”).4
Vísindalegt málfar eða ljóðrænt?
Spuminga heimspekinnar um Guð er spurt og þeim svarað á vegum rök-
legrar, vísindalegrar hugsunar. Sú hugsun er frá Grikkjum mnnin. Nefnist
hún Logos einu nafni, eða Orð, skynsemd, vit. Öll nútíma vísindi byggja á
þessari hefð.
En til er önnur hefð sem vestræn menning byggir á um siðræn gildi, og
það er hin hebreska, gyðinglega hefð. Þannig erum við Vesturlandabúar
ofnir úr tveimur þáttum, grískum og hebreskum.
Öll aðferð heimspekinnar er ólöc aðferð Biblíunnar. Og það kemur fram
í málfarinu. Hið vísindalega málfar hefur að undirstöðu kalda raunhyggju
og rökvísi. En boðskapur Biblíunnar er fluttur á öðru málfari sem nefna
mætti skáldlegt, ljóðrænt, dramatískt og sakramentalt málfar.
í þessu efni er um grundvallarmun að ræða milli vísinda annars vegar og
ræðu um hið óræða hins vegar. Til þess að skilja vísindin og heimspekina
4 Tillich, A History ofChristian Thought, 1968, bls. 165.
96