Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 180
Magdalena Schram
Reagan er Iitblindur
— Ef Ameríkanar hata styrjaldir, hvers vegna gera þeir þá ekkert í málinu?
Hvers vegna velja þeir sér alltaf svona vonda forseta?
„Bandaríkjamenn misstu af sínu stóra tækifæri þegar þeir felldu Adlai
Stevenson. Þeir kusu Eisenhower af því að hann lofaði að hætta við Kóreu-
stríðið. Og Eisenhower var alls ekki vondur forseti, hann hafði þann stóra
kost að vera alltaf að spila golf, lét fagmennina um að vinna í málum, en
lagði sjálfur aðeins stóru línumar. Carter aftur á móti var með nefið ofan í
öllu og eyddi tíma sínum í að ákveða sykurverð, þegar hann átti að fást við
stærri mál. Nú, Regan er litblindur, sér bara svart og hvítt og vill stjömu-
stríð. En við megum ekki falla í þá gryíju að halda að demókrataflokkurinn
og repúblikanaflokkurinn séu eins. Þar er mikill munur. Demókratar em
frjálslyndir, og til vinstri við repúblikana, og vinstriarmur í demókrata-
flokknum er óttasleginn yfir þróun mála. Friðarhreyfingar þar í landi em
því engin gorkúla, það em tugir milljóna manna sem hugsa svona og hafa
alltaf gert. En fólk þar er seint að taka við sér, hugsar ekkert um stjómmál
dagsdaglega, fer á fætur kl. 6 og ekur klukkutíma í vinnu, kemur heim,
borðar og horfir á sjónvarp og fer að hátta. En þegar fólk fer að hugsa um
þessi mál, þá skeður eitthvað, þannig var það er McCarthy var kveðinn nið-
ur og þegar aldan reis gegn Víetnamstríðinu. — Það reis aldrei nein alda
meðal almennings í Frakklandi á dögum de Gaulle gegn pyntingum og
morðum í Algier, það var de Gaulle sjálfur sem gafst upp og hætti og „gaf ’
þeim frelsi.
En þá er hættusamt að flækjast í alþjóðamál stórvelda og risavelda.
Valdið verður oftast demónískt, verður uppsvelgt af hinu illa. Það er eins
og vél sem malar sjálfvirkt án þess að fólk fái við ráðið. Það kallast núna
þróun. Og allt stefnir í kjamorkuvígbúnað austurs og vesturs og sjálfkrafa
þróun mun leiða af sér 3. heimsstyrjöldina, það er ég viss um”.
Þegar ég hætti að vona er ég orðinn heiðinn
— Það er mikil vantrú á hið góða að segja þetta!
„Já, þama sérðu, mig skortir trúna! Okkur öll. En sjáðu, syndin er þá
fyrst hættuleg er hún birtist í gervi hins góða. Þá höldum við að við séum
að gera gott en emm aðeins að skara eld að eigin köku í raun, — án þess að
gera okkur grein fyrir því. Vígbúnaður til vamar, verður hann ekki til að
kveikja í tundrinu? Mestu guðfræðingar 20. aldarinnar, Barth, Niebuhr og
178