Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 35
, AUir stúdentar þurfa að frelsast“
heimspekilegri eða trúarlegri, á lífsvanda sínum. Slíkur maður hefur lært að
lifa við óleysanlegan lífsvanda heimspeki og trúar, eða réttara sagt, hann
hefur fundið í sínu eigin lífi leið til að brúa hina óbrúanlegu, hyldjúpu gjá
sem skilur persónulega trú og ópersónulega skoðun. Slíkur maður hefur
skapað lífsmáta eða lífsstíl þar sem Ijósgeislar trúar og fræða verða ekki
aðgreindir, heldur lýsa upp heiminn saman.
Vafalaust munu margir segja kjamann í hugsun Þóris vera trúna, til-
beiðsluna, vonina, bænina . . . Þaðan berist honum krafturinn til að fljúga
um heiminn á vængjum fræðilegrar hugsunar og miðla starfsfélögum og
nemendum af innblásinni yfirsýn sinni. Vafalaust er þetta líka rétt, en það
sem úrslitum ræður er ekki trúin ein og sér, heldur hitt hvemig hlúð er að
trúameistanum, blásið á hann svo að hann megi bera yl og birtu inn í líf
okkar. Trúin getur verið andlaus uppskafningur, fyrirsláttur, flótti eða
tómur hégómi sem menn hanga á eins og hundar á roði. Trúin getur líka
verið lífið sjálft, óumræðilegur kraftur, gjöf sem er gefin án endurgjalds,
náð sem þarf að læra að njóta, að sinna, að rækta, að nema. Slík trú er nám,
líf sem þarf að læra, líf sem stefnir út yfir öll mörk sannfæringar og
skoðunar að þeim stað þar sem reisn mannsins og dul skipta ein máli í fari
hans.
Þórir Kr. Þórðarson gefur okkur fordæmi um slíka afstöðu. Þegar hann
segir til að mynda: „Allir stúdentar þurfa að frelsast", og bætir við: „Með
því á ég við að hver og einn þarf að öðlast þá lífsreynslu, komast í þann
lífsháska (. . .), að raunveruleikinn blasi við og að upplifa Krist í ljósi
þess“, þá finnst mér hann vera að benda okkur á um hvað mannlífið snýst:
Frelsun úr viðjum eigin fordóma og heimsku — frelsun til þátttöku í fljóti
hugsunar og boðskapar sem stefnir okkur á vit veruleikans sjálfs.
33