Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 139
Akedah: Freisting Abrahams
ans. Sögnin „að freista“ er ekki besti kosturinn, og þykir mér raunar fremur
óvíst að hún verði notuð þegar Biblían verður öll þýdd að nýju. Meginat-
riðið sem ég vil koma til skila er, að hvað sem sumum erlendum biblíuþýð-
ingum líður, finnst mér sögnin „að reyna“ ekki koma til greina vegna þess
hve áhrifalaus og máttvana hún er sem lýsing á þeirri hræðilegu eldskím
sem Abraham þurfti að ganga í gegnum.
Eins og áður sagði, kappkostaði ég að þýða ekki að nýju ef víkja þurfti
frá orðalagi 1912-þýðingarinnar, heldur notaði ég eldri íslenska biblíuþýð-
ingarhefð þegar kostur var. Og hér fannst mér það skásti kosturinn að leita
til Guðbrandsbiblíu, enda vita æfðir biblíulesendur og þeir sem íslensk
tunga er töm, að sögnin „að freista“ hefur margar merkingar. Stendur hún í
einni merkingu hér, í annarri í Jakobsbréfi.
En við nýja þýðingu Biblíunnar allrar munu menn væntanlega fást við
þetta. Merkingamar sem til greina koma fela margar í sér nafnorð, t.d. „að
láta ganga gegnum eldraun,“ „leiða í örvœntingu og prófun“.
Þegar Guð hylur ásjónu sína
Ef til vill er þetta hinum almenna biblíulesanda of hart undir tönn, og því
þyrfti í framtíðarþýðingu að vera hér neðanmálsgrein, hver svo sem þýðing
hebresku sagnarinnar nissa yrði. Guð er í vitund okkar hinn mildi,
miskunnsami og kærleiksríki. Þeirri mynd er bragðið upp af Guði hjá Hós-
ea, hjá Jeremía, í Sálmunum, og síðast en ekki síst í Abrahamssögunni,
sem einkennist af því hve kyrrlát hún er, eða sögu ísaks, með sínum heill-
andi lýsingum á mildi ástarinnar. En í ritningunni er einnig bragðið upp
mynd af þeim ægilega leyndardómi sem við blasir þegar örlög manna og
þjóða era skoðuð. Þeim heimi kynnumst við daglega í sjónvarpsfréttum.
Þar blasir við mannleg örbirgð, en einnig mannleg harka og grimmd. Bar-
átta Guðs við grimmdina gengur sem rauður þráður í gegnum rit Gamla
testamentisins, en rauði þráðurinn í mannkynssögunni er blóðstraumur,
ofbeldi og ógnir. Við hörkunni dugir ekki annað en afdráttarlaus dómur.
Það er oft sem kærleikurinn þarf að kveða upp slíkan dóm. Mörg dómsorð
Jesú, eins og hin táknrænu dómsorð hans yfir fíkjutrénu (Mt 21.19) birta
þetta. Fíkjutréð er líking af mannkyni, en sagan er einnig tákn sem varðar
það að eiga trú eða elska aðeins sjálfan sig. Á það við um trú Abrahams.
En hér kemur raunar annað til. í Biblíunni er Guð ekki ætíð hinn mildi
vinur sem gefur sig til kynna og býður til samfélags. Sums staðar birtist
137