Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 160
Þórir Kr. Þórðarson
Jafnvel hefhdin var við þetta miðuð. Þegar ódæðisverk hafði verið
framið, hafði jafnvægi verið raskað. Jafnvægi varð ekki náð á ný nema
samskonar verk væri unnið til endurgjalds, svo að ekki hallaðist á. Þessir
vendetta-siðir gegndu mikilvægu hlutverki í fomu íslensku þjóðfélagi og
meðal fomþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og sést af Gamla testa-
mentinu og enn er tíðkað á Sikiley og í mafíunni og þeir þekkja sem sáu
Guðföðurinn. Skilningur manna á gæfu og hamingju sem jafnvægi liggur
hér til gmndvallar.
Hamingja4 var vemdarandi sem menn töldu að fylgdi manni allt lífxð.
Hann var ósýnilegur og sameinaður sál mannsins. í Fornmanna sögum
segir: „ek treystumst minni hamingju bezt ok svá gæfunni.“ í Heilagra
manna sögum segir: „efaði hann um [... ] hvárt þat mundi vera vitrligt ráð
at treysta svá hamingjuna.“
í vitund almennings var hamingjan eins konar ámaðarmaður. Gat þessi
ármaður verið kona allstór, er leitaði annars manns við dauða þess er hún
hafði fylgt. í Vígaglúms sögu segir frá draumi einum er mann dreymdi.
Þótti honum hann sjá „konu eina ganga útan eptir heraðinu, ok stefndi
þangat til Þverár, en hún var svá mikil, at axlimar tóku út fjöllin tveggja
vegna.“ Réð hann drauminn svo að kona þessi væri hamingja frænda hans,
er látinn var, og sagði:
— ok hans hamingja mun leita sér þangat staðfestu, sem ek em.
Þá merkti hamingja til foma einnig e.k. goðmagn sem útdeilir sérhverjum
manrú lán hans og gæfu í lífinu (á latínu fortuna). í Alexanderssögu segir:
Þú en óstöðuga hamingja! Fyr hví viltu ræna konunginn [... ] svá dýrligu lífi?
Þá merkir hamingja lífslán manns. Svo segir í Þorskfirðingasögu:
Þær einar spumir hefi ek frá honum, at hann hafi meiri verit í hreysti en hamingju.
Minrnr þetta á fleyg orð úr Grettlu:
Sitt er hvárt, gæfa eðr gjörvileikr
og hreyfir því, að valt er lukkunnar hjól, sem séra Matthías kvað um.
4 Johan Fitzner, Ordbog over det gamle norske Sprog. Omarbejdet, forpget og
forbedret Udgave. Fprste Bind, A-Hj, Kristiania: Den norske forlagsforening,
1866.
158