Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 62
Þórir Kr. Þórðarson
„Á ég að gæta bróður míns?” spurði bróðurmorðingi. Svo sjálfsögð er sam-
ábyrgðin. Og samábyrgðin er svo hátt skrifuð í Gamla testamentinu, að hún
er grundvölluð á hugtakinu um sameiginlegan uppruna þjóðarheildarinnar
og grundvöllun trúarsamfélagsins, — á hugtakinu sáttmáli.
Réttlœtið er grundvallandi hugtak í Gamla testamentinu. Það táknar að
vera sjálfum sér samkvæmur, sínu innsta eðli samkvæmur og jafnframt að
vera samkvæmur þeim hlutum sem maðurinn er ákvarðaður til. Síðar verð-
ur hugtakið jafnframt skilið sem samkvæmni við lög, lögmál. Því skylt er
hugtakið réttur. Það á fremur við athöfnina, en réttlætið við afstöðuna.
Þessi hugtök eru öðrum tengd, sem ákvarða nánar merkingu þeirra. Þau
lúta að einhverri hinni raunsœjustu og gagnmerkustu hugarsýn um hið
sanna þjóðfélag sem um getur. Hún gefur einstaklingnum svigrúm og ýtir
undir sjálfstjáningu hans sem manns er temprar sjálfstjáninguna og stillir
hana við heill og hag heildarinnar. Áherslan liggur ávallt á heilbrigði þjóð-
arlíkamans og þjóðarsálarinnar, á lífstjáningu og lífskrafti. Þannig merkir
hugtakið friður (sjalóm) ekki kyrrð og ró heldur heilbrigt jafnvægi þeirra
afla sem búa í þjóðarheild og einstaklingi. Friður á hebresku er það ástand,
þegar eitt afl stríðir ekki á annað heldur fær einstaklingur og þjóðarheild
útrás lífstjáningu sinni — í starfi, í stríði, í hvers konar samfélagslífi. Svo
ólík eru hin hebresku hugtök vorum hugtökum — og svo gagnmerk um
lífsjákvæði sitt. Hverskyns meinlætastefna, heimsafneitun og „andlegheit”
eru í einskærri andstöðu við Gamla testamentið.
Þjóðfélagshugsjónin ákvarðast ennfremur um merkingu sína af grund-
vallandi hugsanaformum varðandi afstöðu einstaklingsins til heildarinnar.
Hinn hebreski skilningur á einstaklingnum (og þar af leiðandi einnig skiln-
ingur Nýja testamentisins, sem byggir á hinum hebreska) er sá, að einstak-
lingur og félagsheild eru hvort öðru jafnskyld og tvær hliðar sama máls.
Einstaklingur, sem einstaklingur án hliðsjónar af félagsheildinni, er ekki til
í hugsun ritningarinnar. Samt er hér ekki um múgkenningu að ræða. Til
þess er áherslan of rík á gildi einstaklingsins. Og einkenni múghugsunar-
innar eru ekki til hjá hinum hebresku hugsuðum og kennimönnum, spá-
mönnunum. Þau einkenni — takmark heildarinnar er heill hennar sjálfrar,
heildin á einstaklinginn og takmark hennar svelgir hann — þau eru óhugs-
andi hjá kennimönnum ritningarinnar vegna þess að félagsheildin er
„transcenderuð” æðra takmarki, æðri hugsjón og er þannig stöðugt undir
gagnrýni seld, krítík, dóm. — Hér erum við staddir við meginás hugsunar-
innar um þjóðfélag, mann og Guð, og freistandi væri að staldra við. En
rúmið leyfir það ekki.
60