Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 109
í leit að lífsstfl
sögum Ástu Sigurðardóttur (sem færðar hafa verið í leikbúning). Ásta sér
fólk undan sjónarhorni þess sem orðið hefur undir í lífinu, ofdrykkju-
mannsins, skækjunnar. Jesús leit lífið svipuðum augum. — Mjög sterk
túlkun þessara tveggja andstæðu sjónarmiða kemur fram í kvæði Knuts
Ödegaard, „Drankare og galningar.“ Siðgæðisboðskapur þess ljóðs er
sterklega evangelískur — minnir á Kaj Munk — og því er hann einnig um
leið prófetískur, spámannlegur. í hinum takmarkalausa kærleika er oft
fólginn dómur yfir hinni siðgæðislegu fullkomnun í paideia Grikkjanna og
speki Hebreanna, þar sem henni getur fylgt dómssýki, sem við nefnum svo,
þótt sú afstaða sé á engan veg sjúk eða afbrigðileg, heldur harla almenn.
„Dómurinn" er sem sé „kategoría“ hins prófetíska, hinnar spámannlegu
ræðu.
Lög og miskunn
a. Lög
Lögmálin eru tónfræði mannlífsins. Mannlífið fylgir háttbundnum ferlum
eins og hljómkviðan sem fer að lögmálum tónfræðinnar. Sá er að vísu
munurinn, að lög mannlegs samfélags eru af mönnum sett, en lögmál
tónfræðanna eru „innbyggð“ í eðli tónlistar. Það er trú mín að til séu guðleg
lög, eilíf verðgildi, sem mannfélagið verður að taka tillit til, ella tortími það
sjálfu sér.
Lög eru oft safn af þeim venjum sem mótast hafa um rétt og rangt
atferli. Nefnast þau þá réttarvenjur. Mörg elstu lög mannkyns, t.d.
Hammúrabílög, eru af slíkum toga. Slíkar réttarvenjur byggja á tilfinningu
eða vitund fólksins fyrir því hvað rétt sé og rangt. En þau mynda ekki
afstrakt kerfi. Dæma skal í málum með hliðsjón af þeim en ekki á grund-
velli þeirra. Taka þarf mið af aðstæðum þá dæmt er. Lögum er stundum
skipt í „apodiktísk“ (boðorð) og „kasúistísk" (tilfellalög). Hin fyrri greina
frá meginreglum sem ekki má brjóta, hin síðari eiga við einstök tilfelli,
miða við aðstæður. Menn hafa greint sundur boðorðin tíu og önnur lög
hebresk eftir þessari greiningu. Jákvæð afstaða til laga fæst þá fyrst er
menn uppgötva nauðsyn þess að hafa lög (sjá raunar að öll tilveran fylgir
lögum) en koma hins vegar auga á að lög samfélagsins eru ekki óbreytan-
legar reglur, ánauðarok, heldur reyni þá fyrst á samfélagið og lýðræðislegar
hefðir, er menn taka höndum saman um að breyta lögum og setja ný lög er
allir geti sætt sig við.
107