Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 51
Þórir Kr. Þórðarson
Lífsgildin og börnini
Fyrir nokkru var ég spurður þess, hvaða markmið kristindómurinn setti um
uppeldi bama í starfi fóstra á leikskólum og dagheimilum. Ég svaraði því
til, að þetta væri spuming um það, hver væm hin kristnu lífsgildi. Með
línum þeim sem hér fara á eftir vil ég leitast við að svara þessari spumingu
með því að ræða fyrst meginþátt kristinnar trúar í þessu efni og síðan að
benda á tengsl við sköpun, endurlausn, fyrirgefningu, frelsi og land og
tungu.
Kristinn siður hefur haft mótandi áhrif á einstaklinga og þjóðir allt frá
upphafi vega kristinnar sögu. Þegar kristinn siður mddi sér braut til áhrifa
meðal þróttmikilla, heiðinna þjóða norðurálfu, mýkti hann skap manna,
lægði ofstopa, dró úr hefnigimi og gæddi allt líf þjóðanna siðfágun.
Vér íslendingar getum séð átökin milli árásarhneigðar og ofstopa
annars vegar og mildi kristins siðar og viðhorfa hins vegar í Sturlungu. Og
raunar tvinnast þetta tvennt í sálarlífi allra manna — og bama — sem á
annað borð em „eðlilegir” einstaklingar: krafturinn, árásarhneigð honum
samfara, og þörfin fyrir ástúð og kærleika. Kristin mannsskoðun geldur
jákvæði sitt við hinu heilbrigða eðli mannsins, en hún bendir á hneigð
mannsins til þess að neita allri ábyrgð á heill meðbræðra og systra. Kristin
viðhorf viðurkenna manninn eins og hann er og reyna alls ekki að bæla
hann, hvorki tilfinningalíf hans né hneigðir, en benda samt á, að líf
mannsins er líf í baráttu, er miðar að því að leiða fram hið góða.
Þessi siðrænu viðhorf kristindómsins em í ætt við öll heilbrigð upp-
eldisfræðileg viðhorf og uppeldislegt starf.
En kristinn boðskapur er ekki uppeldisfræðileg, þjóðfélagsleg umbóta-
kenning. Væri hann það einvörðungu, myndi hann byggja á manninum, á
möguleikum hans til betmnar og á þeim kröfum sem með manninum
sjálfum búa. Kristin trú leggur að vísu höfuðáherslu á manninn. En það er
maðurinn skapaður af Guði, manneðlið eins og það verður, þegar það hefur
sameinast kristseðlinu, sem kristindómurinn leggur til gmndvallar.
1 Grein þessi birtist upphaflega í Morgunblaðinu 8. júní 1983.
49