Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 146
Þórir Kr. Þórðarson
Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður
og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.
Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins,
í híbýlum öruggleikans
og í rósömum bústöðum.
í frægri lflringu hjá spámanninum Esekíel, í 37. kapítulanum, segir um hin
dauðu bein í dalnum, er tákna hrun þjóðarinnar, að lífsandinn kom yfir
skinin beinin, svo að á þau komu sinar og hold, og hörund dróst þar yfir, og
þau lifnuðu við. Og þar segir: „Kom þú lífsandi úr áttunum fjórum og anda
á þennan val, að þeir megi lifna við”. Þannig táknar Biblían Guðs anda sem
kraft endumýjunar yfir gamlar og feysknar stofnanir þjóðfélags. Skyldi
okkur veita af slflcum boðskap á líðandi stund?
í síðari ritum Gamla testamentisins tengist vitundin um anda Guðs þeim
skilningi á framrás sögunnar, að renna muni upp ný öld, öld andans og
friðarins. Hjá spámanninum Jóel (3.1nn) segir um þá öld, þá tíma, á þennan
veg:
En síðar meir [þ.e. á hinni síðustu öld heimsrásarinnar] mun ég úthella anda
mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur munu spá, gamalmenni yðar munu
drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sýnir. Já, einnig yfir þræla og
ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mfnum.
Og ég mun láta tákn verða á himni og jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin
mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur
Drottins kemur.
í Nýja testamentinu er öll ræða um andann byggð á þessari vitund, hún er
sótt í Gamla testamentið, og hún mótast af þeim skilningi, að upp sé runnin
ný öld, hinir hinstu tímar. Þegar Jesús prédikaði í Nasaret, eins og greinir í
Lúkasarguðspjalli, mælti hann:
Andi Drottins er yfir mér ... Hann hefur sent mig til að flytja fátækum
gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn ... (Lk 4.18).
Þessi orð las hann upp úr Jesajabókinni. Og þau tákna, að í Kristi er lífs-
andinn kominn í heiminn eins og í hinni fyrstu sköpun. Lífíð og hugrekkið,
144