Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 211
Prófessor dr. phil. et jur. Alexander Jóhannesson - Aldarafmæli
Sumarið 1928 auglýsti ríkisstjómin styrk til flugnáms. Sigurður Jónsson,
Siggi flug, hafði komið upp í flugvél, móður sinni til hrellingar, var með
flugdellu og ákvað að sækja. Honum er þá tilkynnt að hann eigi að koma
að Vonarstræti 4, á heimili dr. Alexanders, og gangast undir próf ásamt 12
umsækjendum. Þar er saman komin virðuleg prófnefndin, sem útbúið hafði
vísindalegt hæfnispróf í fjómm liðum. Vom það auk Alexanders, Guð-
mundur Thoroddsen prófessor í læknisfræði, Guðmundur Hannesson,
einnig prófessor í læknisfræði, og Guðmundur Finnbogason, prófessor í
sálarfræði. Fyrst las Alexander kafla úr íslendingasögum, og skyldu pilt-
arnir síðan endursegja kaflann. Því næst var talnaþraut. Þá áttu menn að
draga slaufu og strik á blað, ofurhægt, en á meðan á því stóð var hleypt af
skoti úr skammbyssu. Fjórða atriðið var að lesa íslandskort, en síðan var
kortinu snúið á haus og áttu menn að lesa áfram. Mér er í bamsminni að
sögur gengu í Reykjavík um að Sigurður Jónsson hafi lokið við að teikna
strikin sín og snúið sér við á eftir og spurt hvaða skothvellur þetta hafi
verið.
VI
Háskólinn og þjóðfélagið
„Háskólinn og þjóðfélagið" var eitt höfuðstefja sem leikið var á mótunar-
skeiði Háskóla íslands. Með lögum árið 1935 var sett á fót stofnun sem
með tímanum átti að sameinast Háskóla íslands. Það var atvinnudeild
Háskólans. Eins og nafnið bendir til átti atvinnudeildin að stunda þess
háttar rannsóknir á náttúm landsins og auðlindum þess sem væm til nytja
atvinnuvegum landsmanna. Skiptist hún í fiskideild, landbúnaðardeild og
iðnaðardeild.
1929 hafði Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra sent fyrirspum til
Háskólans, hvort menn vildu koma á fót slíkri stofnun. Menn vom blendnir
í afstöðu sinni, en haustið 1934 tók rektor, Alexander Jóhannesson, af
skarið. Stofnuninni var komið á fót með lögum, og einkaleyfisgjald Happ-
drættis Háskólans skyldi renna til hennar. Atvinnudeildarhúsið var fullbúið
1937, og þáverandi rektor, prófessor Níels Dungal, markaði stefnuna í
209