Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 163
Lífshamingjan
Þessi sögn táknar það er maður hefur gœfuna með sér. Merkingin er
fólgin í hæfni manns til að lifa lífinu, dug hans og þori. Þá er orðið notað
um plöntur sem þrífast, dafna, dangast, blómgast. (Esk 17.9,10)7 og hið
sama á við um mannlífið, um hamingjuna. „Þetta orð hefur sömu merkingu
og blessunin. Það merkir hœfileikann til þess að duga, að lifa í samræmi
við eðli sitt“ (Pedersen).
Blessunin er sú orka sem með einstaklingnum býr og sá óskýranlegi
hæfileiki sem þarf til að komast áfram í lífinu, en eins og sérhver fullkomin
gáfa, er hún að ofan (Jk 1.17). Hún er því skyld spekinni.
Spekin (hokma) eða viskan er hæfileiki einstaklingsins til þess að taka
réttar ákvarðanir. En hún er fyrst og fremst eiginleiki Guðs, eins og sést í
Jobsbók: „Hjá honum (Guði) er speki og máttur, hans eru ráð og hyggindi.
Þegar hann stíflar vötnin, þoma þau upp, þegar hann hleypir þeim, umtuma
þau jörðinni“ (Jb 12.13,15). Hann kemur öllu fyrir um framgang
náttúrunnar og skipan hennar. Hann ræður gangi himintunglanna og
skiptum árstíðanna. Og áherslu verður að leggja á það, að víða í
ritningunni er hamingjan undir því komin að maðurinn sé í samhljóðan við
hrynjandi alls lífs í náttúrunni og í samfélagi dýra og manna, þ.e. í
samhljóðan við líf Guðs.
Náttúruvísindin staðfesta það að til em óumbreytanleg lögmál í náttúr-
unni. Brjóti maðurinn þau, hefnir náttúran sín. En læri maðurinn að leiká
sitt lag í takt og samhljóman við hina eilífu sinfóníu náttúmnnar og sam-
félagsins, mun honum famast vel, hann mun eignast hamingjuna. Það em
þessar staðreyndir vísindanna sem blasa við í öllum rannsóknum á vist-
kerfinu, á menguninni, og þau styrkjast við transcendental rannsóknir guð-
fræðinnar á því hver sé merking lífríkisins, tilgangur þess, og hvert eðli
samskipta maimsins innbyrðis og við náttúmna.
Matur og drykkur
Snar þáttur blessunarinnar var að hafa mat og drykk. Abígail kom með
blessun til Davíðs og manna hans. Það vom 200 brauð, tveir vínleglar,
fimm tilreiddir sauðir, fimm mælar af bökuðu komi, hundrað rúsínukökur
og tvöhundmð fíkjukökur. Engin furða að Davíð bætti þessari fögm
skömngskonu í flokk eiginkvenna sinna síðar. Þessar krásir sem Abígail
7 M. Sæb0, ,jlh.u Theologisches Handwörterbuch zum Alten Testament. Band II.
Munchen: Chr. Kaiser Verlag, 1976, Sp. 553.
161