Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 46
Þórir Kr. Þórðarson
bardaga og hvemig framtíðin lítur út af sjónarhóli tímareiknings, t.d. hve
mörg ár em til næstu aldamóta, heldur er átt við merkingu tímans, fortíðar
og framtíðar, túlkun hans, kenninguna um það hvað fortíðin merkir og
hvað framtíðin.
Ritningin talar einmitt á þann hátt að tal hennar er um transcendensinn,
um merkingu þess sem við skynjum í umhverfi okkar og merkingu tímans.
í rúmi talar hún t.d. um landið. Hún talar ekki um það sem part
náttúmnnar, jafnvel þótt hún lýsi dásemdum þess, heldur talar hún um það
á transcendental hátt, þ.e. um merkingu landsins. Og merking þess er, að
það er gjöf Guðs. Og vegna þess að það er gjöf Guðs, hafa mennimir
fengið landið að léni. Og vegna þess að þeir hafa það að léni og eiga það
ekki sjálfir, geta þeir ekki farið með það og auðlindir þess að vild sinni,
heldur verða þeir að gæta þess í umboði Skaparans (1M 1.26-30).18
Gott dæmi þessa er í 5. Mósebók (Devteronómíum) 8.7-11 (og raunar
kaflinn allur):
Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í gott land, inn í land þar sem nóg er af
vatnslækjum, lindum og djúpum vötnum, sem spretta upp í dölum og fjöllum, inn í
land þar sem nóg er af hveiti og byggi, vínviði, fíkjutijám og granateplum ... inn í
land þar sem steinarnir eru jám og þar sem þú getur grafið kopar úr Qöllunum,
[því] skalt þú vegsama Drottin Guð þinn fyrir landið góða sem hann gaf þér, [og]
gæt þín að þú gleymir ekki Drottni Guði þínum og haldir eigi boðorð hans, ákvæði
og lög.
Þessi lýsing er ekki náttúrulýsing landsins, hún er ekki heldur efnahags-
skýrsla um framleiðslumöguleika á hveiti og byggi, vínviði og náttúru-
auðlindum svo sem vatninu sem er undirstaða atvinnulífsins í hinum heitu
en þurru löndum við botn Miðjarðarhafs, og námugrefti. Lýsingin er trans-
cendental. Hún fjallar um merkingu landsins: Gjöf landsins er undirstaða
hlýðninnar við guðslögin (11. vers).
18 Sjá: Þórir Kr. Þórðarson, Sköpunarsagan í Fyrstu Mósebók. Ný viðhorf. Rvík:
Námsgagnastofnun og Guðfræðistofnun Háskóla íslands, 1986.
Sigurður Þórarinsson talar um landið á transcendental hátt í greininni „Að lifa í
sátt við landið sitt. Lítil hugvekja á fertugsafmæli F.í.“ Árbók Ferðafélags íslands.
Rvk. 1968, bls. 122.
44