Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 92
Þórir Kr. Þórðarson
Aðrar kenningar eru einnig uppi, en hér skal einnar getið sérstaklega.
Amerískir sagnfræðingar og fomleifafræðingar hafa sett fram tilgátu sem
byggð er á heimildunum í ritningunum og heimildum utan Biblíunnar, sem
túlkaðar eru grundvelli félagslegrar mannfræði. Tilgátan eða kenningin er
eftirfarandi:
Hinar hebresku kynkvíslir voru ekki bundnar blóðböndum. Ættir
sameinuðust vegna sameiginlegra hagsmuna í kvikfjárrækt og annarri
atvinnu, einnig vegna landfræðilegra aðstæðna. Þær tengdust hins vegar
böndum sameiginlegrar guðsdýrkunar og laga, og úr þessari tengingu, sem
fólst í því að menn gengust undir sáttmálann, spratt svo ein þjóð síðar. Á
tíma landnámsins var ekki um að ræða andstæðu milli kanverskra bænda
annars vegar og hins vegar hebreskra hálfhirðingja, er sóttu inn í landið,
eins og oft hefur verið talið, heldur stóðu þama tvö félagsleg öfl hvort
gagnvart öðm: Annars vegar kanverskar borgarstéttir kaupmanna, verk-
meistara og hermanna og hins vegar eignalausir smábændur, kanverskir og
hebreskir. Þegar hebreskar kynkvíslir sóttu inn í landið á 13. öld,
sameinuðust þær öðmm hebreskum hópum, sem fyrir vom í landinu. En
þær urðu einnig kveikjan að því að kanverskir smábændur gerðu uppreisn
gegn erlendri yfirráðastétt í borgum landsins og gegn valdi borganna
almennt. Kann að vera að allir þessir eignalausu smábændur hafi verið
Habírú, og nóg er til af heimildum um þá.
Margir sagnfræðingar em þessari kenningu andsnúnir. En ég tel hana
sérstaklega athyglisverða vegna þess að hún opnar leið til skilnings á þeim
þjóðfélagsöflum sem að verki vom í Kanaanslandi, Palestínu, og em allvel
þekkt. En þar settu erlendir furstar sérstakt mark sitt á þjóðfélagsmyndina.
Þessir erlendu furstar, sem Hyksos nefndust, réðu borgunum með hertækni
sinni og kúguðu lýðinn. Þeir héldu uppi lögum og reglum með hervaldi,
líkt og gerist í suðuramerískum hemaðarríkjum vorra daga.
Þá er kenning þessi mjög skemmtileg fyrir þá sök að hún lýsir
kynkvíslum Hebreanna sem frelsandi afli er leysir þjóðir Kanaans úr
viðjum erlends valds og úr fjötmm heiðinnar dýrkunar, — leiðir þær til
nýrra viðhorfa hins frjálsa heims þar sem ábyrg ákvörðun einstaklings og
þjóðarheildar ræður, en goðsögnin er svipt töframætti sínum, hlekkir
hennar brotnir af kyngikrafti frelsisins, sem í hinum hebresku hefðum býr.
Þetta var arfurinn sem Móse-fólkið flutti með sér af heiðalendum Sínaí til
90