Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 106
Þórir Kr. Þórðarson
viðhorf. Það er við þessar aðstæður sem ungt fólk þarf að velja sér lífsstíl í
okkar samtíð.
Almennt um lífsstfl og siðgæði
1. Hver er uppspretta siðgæðisins?
a. Allt frá upphafi skráðra hugsana mannsins í bókmenntum fyrir fimm
árþúsundum, lögðu menn rækt við hið góða og fagra. Spekirit margskonar
geyma slflca mannrækt, góðrækt. Bréf eitt úr fomöld, er grísk móðir skrifar
syni sínum í ókunnu landi eða annað sem eiginkona skrifar eiginmanni
sínum, konungi Hetíta, sem er í herför í fjallahéruðum fyrir 3000 ámm,
bera vott um ræktað hugarfar, em yljuð kærleika og umhyggju. Hvarvetna í
heiminum, hvert sem menningarsvæðið er, hver sem trúarbrögðin em,
hvort sem er í fortíð eða á líðandi stundu, sjáum við merki þess að
manninum er áskapað að leita hins góða og fagra. Og er hann hefur fundið
það, ræktar hann það með sjálfum sér og leggur á það stund. Slík rækt
nefnist latnesku nafni, cultura (ræktun) og er þýtt „menning“ á vom máli.
— Menning er að rækta mennsku. Mennskurækt mætti nefna húmanisma.
Það væri hins vegar grófasta fölsun á sögunni og manneðlinu ef gleymdist
að segja frá hinu gagnstæða í eðli mannsins: síngirninni og árásar-
hneigðinni.
b. Sömuleiðis sjáum við allt frá upphafi sögu mannkyns, sem ýmist er
skráð letri eða rist í sandinn í fomminjum gröfnum úr jörðu, að menn hafa
kappkostað að koma fastri skipan á atvinnulíf sitt, fjölskyldulíf og samlíf
allt. Það eitt að byggja borg og hlaða umhverfis hana virkismúr í Jeríkó sjö
árþúsundum f.Kr. krefst samhæfðra athafna. Þessi samhæfing byggist á því
að menn eygja sameiginlegt markmið og samstilla kraftana til þess að ná
markinu — neita sér um fullnægju einstaklingsbundinna stundarlangana,
en eru í þess stað partur af samhæfðum athöfnum ættbálksins, kynstofnsins
eða borgríkisins. Hér er því upphaf siðrænnar sögu þjóðfélaga. Og þótt
fyrsta upphafið verði aldrei fundið, getum við sagt að við séum hér stödd
við rætur hins þjóðfélagslega siðgæðis er við stöldrum við þessa vitund um
ábyrgð hvers manns gagnvart öðrum. Það sem nú til dags er nefnt pólítísk
guðfrœði á sér rætur í þessari siðrænu vitund.4 En auk þess starfar
maðurinn innan þjóðfélags í þeirri trú að æðri verðgildi skipti hér máli.
4 Þekktastur þeirra sem fengist hafa við pólitíska guðfræði er Reinhold Niebuhr.
104