Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 26
Jón Sveinbjönsson
í samhengi annarra námskeiða og hefur mótað kennsluhætti í guðfræðideild
síðan.
Guðfræði Þóris Kr. Þórðarsonar
Gamlatestamentisfræði eru víðfeðma fræðigrein. Það er ekki á færi neins
eins manns að fylgjast með öllu því sem ritað er. Fræðimenn velja sér
gjaman ákveðin svið, ákveðið rit Gamla testamentisins eða ákveðið stef
sem þeir fjalla um. í öðrum löndum eru gjaman til rannsóknarstofnanir þar
sem sérfræðingar fjalla eingöngu um Gamla testamentið og skipta með sér
verkum og hver er sérfræðingur í afmörkuðum hluta.
Þegar Þórir tók við kennslu í guðfræðideild fjallaði hann ekki aðeins
um Gamla testamentið heldur einnig um stóran hluta Nýja testamentisins,
samstofnaguðspjöllin og hirðisbréfin.
í ritinu Vísindin efla alla dáð, sem var gefið út á 50 ára afmæli Háskóla
íslands 1961, ritaði Þórir greinina „Ný kirkjuleg guðfræði" og má segja að
þar sé að finna stefnuskrá Þóris, guðfræði hans. í þeirri grein, sem einnig
birtist í þessu riti, leggur hann áherslu á nauðsyn þess að túlka ritninguna
sem tjáningu þess samfélags og þeirra samfélaga sem skópu hana til þess
að geta túlkað hana í ljósi þess þjóðfélags sem les hana sem Guðs orð.
Hann fer viðurkenningarorðum um trúarbragðasögulega skólann og
þýðingu hans fyrir að benda á sístæð stef sem tengilið milli hinna fomu
samfélaga og nútímans. Hann leggur einkum áherslu á gildi helgihaldsins
sem lykils að textunum. Helgihaldið er tengiliðurinn milli hins foma
ísraels, frumkirkjunnar og kristinnar kirkju í nútímanum. Með því að taka
þátt í helgihaldi kirkjunnar mátti skynja þau áhrif sem bjuggu í textunum.
En kirkjan er ekki aðeins helgihald í musteri og kirkju.
Það þjóðfélag sem Gamla testamentið var sprottið af var fyrst og fremst guðaveldi
og kirkja.
Rimingin var sprottin af „kirkjunni“, lífí hennar í guðsþjónustu, dómsstarfí, þjóð-
skipan, stjómmálum, atvinnulífi. Hún var runnin úr hinum fjölskrúðuga jarðvegi
mannlífs á öllum sviðum þess; ekkert undan dregið,... Eins og ritningin var vaxin
úr jarðvegi hinnar fomu kirkju Hebrea og Gyðinga og hinnar nýju, kristninnar ...
þannig höfðu textamir ekki rekið erindi sitt til fullnustu, fyrr en þeim hafði verið
leyft að tala til manna trúarsamfélagsins foma og nýja og að varpa ljósi sínu á hin
sömu svið lífsins og þeim var í öndverðu ætlað.
24