Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 48
Þórir Kr. Þórðarson
er okkur lífsnauðsyn að segja eitthvað um hið ósegjanlega, og því snýst
spumingin um málfarið, tungumálið. Og þá komum við að spumingunni
um málfar ritninganna og það málfar sem guðfræðin ætti að nota.
Við getum í raun og vem ekki rætt um hið ósegjanlega með því að nota
tungumálið sem tæki. Það hentar dagblöðunum, vísindunum og tækninni.
Við ættum því ef til vill að binda okkur við tónlistina og tjáningarmáta
hennar, eða látbragðsleikinn, sem leikinn er í þögn. Þegar við hlustum á
„tal“ eins djúpvitrasta hugsuðarins um tilgang lífsins sem uppi hefur verið
á síðustu öldum, Johanns Sebastian Bach, skynjum við að hann talar tungu-
mál sem við skiljum öll. Á sínu „tungumáli" fjallar hann einmitt um hið
ósegjanlega. Þegar við hlustum á óratoríur eftir Hándel eða Mendelsohn,
eða á messu eftir Bach, en fömm að velta fyrir okkur spumingum sann-
fræðinnar og spyrjum hvort upprisan sé söguleg staðreynd, eða hvort ísrael
hafi í raun og vem (sagnfræðilega) verið í Egyptalandi og í raun farið yfir
Rauðahafið með þeim undmm og stórmerkjum sem greint er, skynjum við
að þessar spumingar tilheyra annarri vídd, og efasemdimar gufa upp á
meðan við hlýðum á tónlistina. Hún sannar okkur að þetta er í raun og vem
satt. Það er satt á þann eina hátt sem sannleikur skiptir máli, á trans-
cendental hátt. Þetta er satt í þeirri veröld transcendensins sem er sú eina
veröld sem við lifum og deyjum í. Við emm á því sviði sem er handan
skynjunar hins hversdagslega, og er transcendent.
Það er svo allt annað mál, að sagnfræðilegar rannsóknir em bæði
skemmtilegar og nauðsynlegar, en þær em á allt öðm sviði, og hér verður
ekki farið út í tengsl þess sviðs við transcendensinn. Hinn upprisni Kristur
er transcendent, en ævi meistarans er verkefni handa sagnfræðingum.
Annað sagnfræðilegt verkefni er trú lærisveinanna á upprisu Krists og á
Hinn upprisna.
Á meðan við höldum okkur við ævi Jesjúa ben-Jósef frá Nasaret emm
við á sögulega sviðinu. Og á því sviði rannsökum við hlutina sagnfræðilega
og vísindalega, eins og sagt er, þótt ég telji hin eiginlegu vísindi vera
transcendentala túlkun, og annað vera eins konar prjónaskap eða handverk.
En þegar við tölum um upprisuna og Hinn upprisna, emm við að segja eitt-
hvað um hið ósegjanlega, við emm komin út í transcendensinn, út í þann
sannleika sem liggur dýpra, nær hærra og er víðfeðmari en okkar venjulega
tal og daglega vísindalega hugsun.
46