Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 60
Þórir Kr. Þórðarson
mannanna. Þannig varð hið vísindalega einkunnarorð: Biblían rannsakist í
Ijósi þjóðfélagsins, sem skóp hana — að guðfræðilegu einkunnarorði: Bibl-
ían túlkist í Ijósi safnaðarins, sem notar hana. Og af þessum sökum eru
biblíufræðin efst á blaði dagskrár alkirkjuhreyfingarinnar og „biblíuleg”
guðfræði eitthvert tíðræddasta umtalsefni í kirkjustarfi nútímans. Biblían er
orðin eign safnaðanna í enn ríkari mæli en áður þekktist. — Biblían, skoð-
uð án minnstu feimni í gagnrýnu ljósi biblíuvísindanna, er látin tala til sam-
tímans á ferskan hátt. Á hverju þingi og æskulýðsmóti, í vinnubúðum ungs
fólks, á prestafundum hinnar ekúmenísku hreyfingar, er „biblíunám”
(Bible Study) á dagskrá, og Biblían í höndum ungra sem gamalla, karla og
kvenna, lærðra og leikra, er að umskapa kirkjumar og gæða þær nýju lífi.
Þetta er hinn mesti viðburður í kirkju samtíðarinnar.
Trúarbragðasögulegu rannsóknarstefnunni voru samfara merkar uppgöt-
vanir á sviði fomleifafræði, án þess að þar væri beint samband á milli.
Fomleifafræði Palestínu blómgaðist einmitt milli heimsstyrjalda, og er ekk-
ert lát á blómaskeiði hennar. Fomleifafræðin hefir aukið þekkingu manna á
sögu þess tímabils sem Biblían fjallar um svo mjög, að nú er í fyrsta sinn
kleift að gera sér allljósa mynd af öllu ytra lífi, staðfræði og byggðasögu
þessa tímabils. Það er merkast um þessar nýju uppgötvanir, að þær gjöra
það Ijóst, að Biblían varðveitir furðulega staðgóða þekkingu á liðinni sögu.
Biblían hefir með þessu fengið nýtt áhrifavald sem hún hefir ekki haft
undanfama öld. Það er einnig merkast um þau biblíuhandrit, sem fundist
hafa síðan 1947 við Dauðahafið, að þau sýna óvenjulega nákvæmni þeirra
sem afrituðu og varðveittu hinn hebreska texta Gamla testamentisins næstu
aldimar fyrir blómaskeið Gyðingaklaustursins í Qumran. Ennfremur varpa
þessir textar nýju ljósi á safnaðarskipan og trúarhugmyndir gyðinglegs sér-
safnaðar á tíma Jesú, og verður þá ljóst, að ýmislegt það í Nýja testa-
mentinu, sem menn töldu síðari tíma viðbætur og ætti þar ekki heima, er
tryggilega vottfest í samtíðarsögu Nýja testamentisins eins og Qumrantext-
arnir sýna okkur hana. Gildir það til dæmis um fasta safnaðarskipan
(kirkjuskipan) sem menn töldu áður vera fyrirbæri annarrar aldarinnar fyrst
og fremst.
Fomleifafræðin sýnir, að Biblíuna þarf að skoða frá tveimur sjónarhom-
um í senn; annars vegar út frá umhverfi sínu og skyldleika við hliðstæð
fyrirbæri í nágrenni hennar, og hins vegar út frá innri lögmálum innihalds-
ins. Hið fyrra (skoðun fyrirbæranna í ljósi hliðstæðs átrúnaðar og menning-
artengsla) er undirstaða hinnar „krítísku” biblíufræði, og um þann þátt
málsins gilda almennar reglur vísindanna. Það leiðir því af sjálfu sér, að
58