Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 39
Hvað er Guð?
sjálfstæða, afmarkaða veröld5 úr öllu sem er og skilur hana þessum
heildstæða skilningi guðstrúarinnar. Og líf mitt verður partur af þessari
heild, því að guðstrúin er traust og tiltrú. í henni öðlumst við traust á því að
raunveruleikinn sé ekki án grundvallar og að frum-grundvöllur alls þess
sem er sé til, — að raunveruleikinn sé ekki án takmarks og líf mitt þvx ekki
tilgangslaust — að raunveruleikinn sé ekki óskapnaður svo að lífi mínu
verði úthellt sem vatni og síist ofan í gjótumar formlaust, — ofan í hið
mikla tóm, hið gráa svarthol.
í guðstrúnni öðlast ég traust á því að líf mitt eigi sér grundvöll og
tilgang í hrynjandi lífsins og sköpunargleðinnar, innan um átök góðs og
ills, í framþróun til fegurðar og gleði og góðleika. — Ég verð partur af
tilgangi lífríkisins, sem er sá að gróa og dafna. — Líf mitt fær hlutdeild í
baráttu mannlegs samfélags fyrir góðri afkomu og fullnægju, og í jafnvægi
þeirra læknandi krafta sem í mannfélaginu búa og leiða það til góðs lífs. —
Það fær lausn undan sektarkeimdinni sem stafaði af því sem ég lét ógert er
ég hafnaði góðleikanum, því að tilboðið stendur opið, að verða aftur
þiggjandi við uppsprettulindir góðleikans.
Við erum ekki komin nær svarinu við spumingunni, „Hvað er Guð?“
því að við höfum ekki rætt um svarið, heldur aðeins um spuminguna sjálfa.
Við höfum notað skynsemina til þess að spyrja hvemig best sé að spyrja.
Á Siglufirði minnti frændi minn mig á fjórðu víddina hjá Carl Sagan í
sjónvarpsþáttunum um stjömuheiminn. Víddimar þrjár; lengd, breidd og
hæð, em okkur eðlislægar í skynjuninni. En ef við hugsum okkur menn
sem skynjuðu aðeins tvœr víddir; lengd og breidd, væm þeir flatir. „Hæð“
gætu þeir ekki skynjað. Ef svo einn þessara náunga væri halaður upp í loft
og honum snúið við, sæi hann allt í einu og í fyrsta sinn á ævinni allt að
ofan, horfði niður á þessa flötu menn og skynjaði að til er þriðja vídd: hæð.
Svo væri honum fírað niður aftur, og hann færi að segja náungum sínum að
til sé þriðja víddin, hæð. Þeir mundu halda að hann væri orðinn vitlaus.
Við þekkjum aðeins þrjár víddir. Ef einhver kæmi til okkar og segði að
til sé fjórða víddin, önnur svið tilvemnnar en þau sem við þekkjum með
skilningarvitunum, þá fæmm við að eins og menn gerðu forðum við spá-
mennina, þegðum manninn í hel. Eða við krossfestum hann.
5 Tractatus, 6.45, Die Anschauung der Welt sub specie aeterni ist ihre Anschauung
als — begrenztes — Ganzes.
37
L