Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 231
Magnús Runólfsson
Hér var ekki um stefnumun að ræða, en engu að síður voru áherslumar
hjá hinum stranglútherska og kirkjulega Magnúsi Runólfssyni að sumu
leyti nokkuð aðrar en hjá leiðtogum Kristniboðssambandsins, sem sumpart
mótuðust af norskri áherslu á sálarlegar upplifanir einstaklingsins og sum-
part af nokkurri rómantík og skáldlegri æð (Bjami Eyjólfsson). En starfað
var að sama marki: trúarvakningu.
Ég hafði hið mesta yndi af því að sitja undir prédikunum Magnúsar á
þessum ámm á samkomum í „stóra salnum” í KFUM. Þær vom svo tærar,
og hinar lúthersku og evangelísku-kirkjulegu áherslur svo greinilegar, að
unun var á að hlýða fyrir þá sem höfðu sama smekk og ég. Æskulýðsvikur,
bænavikur og vakningasamkomur hélt hann margar, og kraftamir vom
sameinaðir á fjölmennum samkomum fyrir ungt fólk á öllum aldri með
mikinn trúarhita, mikið gítarspil (sem Egilína ráðskona var ekki hrifin af!)
og fagran fjölradda söng þar sem Þórsgötusystkinin lögðu fram sinn
ómetanlega skerf og fjölmennur hópur í kring um þau.
Svo kom að því að Magnús Runólfsson tók vígslu. Það var aðeins
nokkmm mánuðum áður en ég lagði upp til náms í Uppsölum, en ég man
glöggt að þetta varð töluvert „kúltúrsjokk” því nú varð „Magnús”, sem
verið hafði félagi okkar í heilan áratug (og áratugur var seift heil mannsævi
í þá daga!), allt í einu orðinn „séra Magnús”, því að ekki var um annað að
ræða á þeim ámm en að nefna presta rétt.
Ég var þá farinn að velta töluvert fyrir mér samsetningu Mósebóka við
að lesa þær sjálfar, og kom því upp vandamálið um „sagnfræðilega
sannfræði” Biblíunnar og heimildarýni. Séra Magnús tók fast á þessu, man
ég, og taldi það alls ekki gmndvöll réttrar sýnar á Biblíunni að allt hlyti að
vera sögulega rétt ef sagt var að hundrað þúsund manna her hefði einhvers
staðar sótt fram, þótt sennilegra væri að þar hefði aðeins verið tíuþúsund
manna her. Hér sýndi hann sinn rétta lútherska skilning á ritningunni og
biblíurýninni, sem er víðsfjarri þeim (ólútherska) fundamentalisma sem
síðar átti eftir að ryðja sér braut.
Ég heillaðist af skarpri guðfræðilegri hugsun séra Magnúsar, lúthersk-
um áherslum hans á gmndvöll kristinnar trúar sem er ekki Biblían sem bók
heldur Guð sjálfur, hjálpræðisverk hans í Kristi og réttlætingin af trúnni
einni saman fyrir náð Guðs, sem Biblían vitnar um, þ.e.a.s. biblíutextinn
sem vitnisburður um Orðið.
229