Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 238
Þórir Kr. Þórðarson
rangþýtt háð, en merkir í raun vissa fjarlægð og afskiptaleysi, stundum
biturt, en þarf alls ekki að vera það, og humor, sem eiginlega er ekki
glettni, eins og oft er sagt, heldur viss léttleiki frásagnar sem byggir á
nálægð og umhyggju. Mér sámar að ég gat ekki sýnt séra Jakob ritgerð sem
ég birti í erlendu tímariti um þessi hugtök og kom út einmitt 17. júní, á
dánardægri hans.
Það sem einkennir rannsókn Biblíunnar innan guðfræðinnar og hlutverk
hennar á þeim vettvangi er einkum tvennt: Söguleg rannsókn og viðleitni
til þess að komast að kenningum Biblíunnar. Hér skipa því bókmenntalegar
rannsóknir oft lágan ef nokkum sess. Þetta er í samræmi við það hve bók-
menntimar hafa orðið útundan í hefðbundinni guðfræðimenntun í Norður-
Evrópu. Því má skjóta inn að undantekningu frá þessu er að finna á fyrstu
árum díalektísku guðfræðinnar á meginlandinu. E. Thumeysen leiddi
Dostojefskí til öndvegis í guðfræðirannsókn, en þaðan varð hann að víkja
síðar. En stefna þessi komst á legg í Bandaríkjunum fyrir íjómm áratugum,
og síðan m.a. hér og í nokkmm mæli annars staðar í Evrópu. Það er með
hliðsjón af þessu sem skilja ber áhuga séra Jakobs á rýni Nýja testa-
mentisins á gmndvelli fagurfræða. Hann var alla tíð áhugamaður um bók-
menntir, einkum leikbókmenntir, og samdi fjölda leikrita samhliða prests-
starfinu. Þennan áhuga höfðu margir jafnaldrar hans, séra Gunnar Ámason
þýddi bók Dostojefskís, Bræðuma Karamazov (en hluti handritsins týndist
hjá útgefanda, og varð ekki af útgáfu).
*
Séra Jakob var að eðlisfari glettinn og gamansamur í alvömnni, en háð og
neikvæð umfjöllun var honum víðs fjarri. Hann var óvenjulegur maður, en
einhvem veginn fór það svo að prestar sýndu honum aldrei verðskuldaða
virðingu, skildu hann kannski ekki, sumir hveijir. Honum sámaði oft deyfð
hins andlega og fræðilega lífs, en athygli vakti hann með þjóðinni sjálfri og
telst enda til hennar fremstu sona.
Séra Jakob er meðal sérstæðustu manna sem ég hef kynnst. Við vomm
ekki alltaf sama sinnis, en félagsskapurinn um nýjar hugmyndir og rýni
samtíðar var, held ég, báðum mikils virði.
Frú Þóra Einarsdóttir má nú í heilsuleysi sínu sjá á bak lífsfömnaut
sínum eftir 61 árs farsælt hjónaband.
*
236