Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 144
Þórir Kr. Þórðarson
að þú minnist hans,
og mannsins bam,
að þú vitjir þess? (S1 8 v. 4-5).
Á okkar dögum veltum við fyrir okkur hinni nýju vitund um geimana og
um manninn í geimnum og á jörðunni. Hugleiðum hina nýju heimsmynd
náttúruvísinda og stjömufræði. Þessi nýju viðhorf eru m.a. sprottin af
geimferðum mannsins og ferðum ómannaðra rannsóknatækja um
himinhvolfið. Og samt spanna þessar rannsóknaferðir aðeins billjónasta
hluta alls geimsins, svo að hugsun okkar er ofboðið og við getum ekki gert
okkur í hugarlund þær fimar og fjarlægðir sem við blasa í stærðfræðilegum
útreikningum ljósáranna.
Hvað verður um manninn, mig og þig, í slíkum ómælisgeim?
Hvaða merkingu hefur líf okkar þegar það er skoðað í hlutfalli þessa
ómælisundurs?
Hebreskt trúarskáld, sem hafði miklu þrengri sjónhring, sá í sýn þessa
jörð eina og stjömumar sem héðan sjást, greip til myndamáls síns tíma og
orti:
Jörðin var þá auð og tóm, myrkur grúfði yfir djúpinu, og Guðs andi
sveif yfir vötnunum (1M 1.2).
Þessi skáld og hinir fmmkristnu postular og spámenn töluðu um Guð
nærri því sem sjálfsagðan hlut, en við spyrjum: Hvað er Guð? Og hvað er
Guðs andi?
Því verður ekki svarað á tungumáli vísindanna, hvað Guð er, né hvað
Andi er. Það liggur við að það sé á sviði tilfinninganna einna að vita hvað
er Guð og hvað er Andi. Vitundin um Guð og Guðs Anda er skynjun sem
er á öðm sviði skynjunar en hin náttúmvísindalega, sem íjallar um mælan-
legar einingar. En hún er reynsluskynjun, engu að síður, eitthvað sem við
fáum tilfinningu fyrir, líkt og skáldið eða tónsmiðurinn. Rannsóknir okkar
beinast hins vegar að tjáningu þessarar lífsvitundar, innra samhengi hennar
og innri rökum eins og þau birtast í trúarvitnisburði aldanna, í ritningum
helgum og sýnum sjáenda og hugsuða liðins tíma og líðandi stundar.
Vitundin um Guðs Anda er þannig skynjun lífsorku, vits og skapandi
vilja, miskunnar og kærleiks sem afls og hugvits, skynjun á krafti til
endumýjunar í náttúmnni, í lífi mannsins, í þjóðarsögunni. Dæmi alls þessa
142