Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 89
Sagnaritun og söguskýring meðal Hebrea
En fær slík mynd af landnáminu staðist? Er þessi lýsing Jósúabókar í
samræmi við sögulegan raunveruleika? Ef svo er ekki, hljótum við einnig
að spyrja: Hvemig stendur á því að sögur Jósúabókar hafa fengið þennan
blæ?
Fyrst er að geta þess, að í upphafskafla næstu bókar á eftir, Dómara-
bókar, er varðveitt heimild er greinir öðmvísi frá atburðum, og virðist
byggja á vitneskju um að landnámið hafi í raun náð yfir alllangan tíma og
Hebrear og Kanveijar hafi búið saman í landinu um langa hríð.
Sagnfræðirannsóknir hafa í þessu efni verið háðar þeim vanda að
ítarlegar heimildir skortir og ráða þarf í niðurstöður fomleifarannsókna
með eins konar líkindareikningi.
Fomleifarannsóknir hafa sýnt fram á sögulegt gildi sagnhefða Gamla
testamentisins, en í þessu efni er örðugt að túlka niðurstöður.
Um allt land má finna öskulag í borgum við fornleifagröft, og er
hugsanlegt að túka það svo, að það sé eftir herför Jósúa er lönd vom unnin
og borgir brenndar. En þetta gætu líka verið minjar eldri hemaðarátaka og
af annarra völdum, sem of langt mál er að skýra hér.
Mestar sögulegar líkur em á því að landnám ísraelsmanna hafi farið
friðsamlega fram. Sennilega hafa hebresku kynkvíslimar, sem komu frá
Egyptalandi, sest að á óbyggðum svæðum. Bendir margt til þess að svo
hafi verið. Um þetta leyti, á 13. öld f.Kr., höfðu menn fundið aðferð til þess
að gera brunna vatnshelda með steinlími eins konar. Urðu þá áður
óbyggðar lendur miðhálendis Palestínu byggilegar, væm bmnnar grafnir
og skógurinn mddur. Aðrar hebreskar kynkvíslir hafa sennilega haldið inn
í landið að sunnan og alls ekki verið með Jósúa í för, og enn aðrar verið
fyrir í landinu og því aldrei verið í ánauð í Egyptalandi. Hafa þá þessir þrír
hópar sameinast í bandalag tólf ættkvísla ísraels í Síkem eins og greint er
frá í 24. kafla Jósúabókar, sem er mjög traust og merk heimild.
V
í frásögu af kynkvíslum var langri sögu þjappað saman, flókin saga
einfölduð, líkt og þegar horft er á landslag gegnum aðdráttarlinsu. Þá sýnist
fjall í fjarska grúfa yfir bænum í tign sinni.
87