Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 125
Innviðir hugsunarinnar í Fjórða Ebed Jahveh kvæðinu
Síðari tímar hafa lesið lífsreynslu sína inn í þessa mynd, skoðað hana
og virt fyrir sér í ljósi eigin reynslu. Menn hafa sótt í hana styrk í baráttu og
raun og leitað í henni að túlkun á eigin lífi: Lífi þar sem þjáningunni er
veitt móttaka og hún fær jákvætt gildi; þjáning sem bendir á eitthvað
stærra, þjáning fyrir aðra. Og Jesús hefur skoðað líf sitt í þessari skuggsjá.
Og kristnir menn líta mynd þjónsins þann veg að í henni birtist hægt og
hægt, mynd Þjónsins sem leið á krossi, — æ skýrar því lengur sem horft er.
*
Fram að þjónsljóðum hefur Devtero Jesaja talað „almennt” um hjálpræði,
ef svo mætti segja, boðað hjálpráð Drottins, fyrirgefningu hans, fyrirheit
um betri tíð, anda hans, dýrð hans, kraft, hugrekki, sbr. niðurlag 40.
kapítula. En með þjónsljóðum er sem allt safnist gegnum sjóngler í einn
depil, í brennidepil í persónu einstaklings sem um leið er þjóðin og Messías
og framtíðareinstaklingur.
Það er sérstaklega í fjórða Ijóðinu sem fram kemur staðgengils-
þjáningin. Og löngum hefur þetta verið túlkað án tilvísunar til mannlegrar,
daglegrar, „vanalegrar” þjáningar.
í guðfræðinni hefur löngum verið lögð á það áhersla, að hjálpræði
Guðs sé að utan og ofan mannlegs lífs, óháð mannlegu lífi, mannlegum
kenndum og skynsemd. Staðgengilsþjáning myndi þá virðast vera einhver
esóterísk þjáning, eðlisóskyld „vanalegri” þjáningu eins og t.d. í sjúkra-
húsum eða í sorgarranni. Þjáning hins hrjáða mannkyns hefur hér ekki
komið svo mjög við sögu.
Nú um stundir er í Kriststúlkun lögð áhersla á mennsku Krists.
Auðvitað hefur sá þáttur verið með í Kristsmyndinni frá upphafi, einnig í
Nýja testamentinu, að Jesús er Jesú bróðir besti, hann er meistarinn,
vinurinn, góði hirðirinn o.s.frv. En engu að síður er hér um að ræða nýjung
í guðfræðinni, þegar sérstök áhersla er lögð á mennsku Krists.3
Það er mikilvægt að átta sig á því, að það er „vanaleg” mannleg þjáning
sem Devtero Jesaja er að tala um. Syndasekt lýðsins er „borguð” með
þjáningu hans sjálfs í 40.2, og inn í mynd þjónsins kemur þjáning
3 Pollard, T.E., Fullness of Humanity: Christ's Humanness and Ours. The 1980
Croall lectures, New College, Edinburgh. The Almond Press, POBox 208,
Sheffield S10 5DW, Englandi.