Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 40
Þórir Kr. Þórðarson
Til eru þeir menn sem halda því fram að til sé opinberaður sannleikur
sem gangi þvert á allar okkar uppgötvanir og reynslu eftir skynseminni. En
þeir eru líka til sem halda því fram að engin rökhyggja geti sannað okkur
tilvist Guðs. Og þeir hafa öldungis rétt fyrir sér. En sumir ganga lengra. Og
þeir hafa hugrekki til þess að taka ábyrga ákvörðun: Að enginn frum-
grundvöllur tilverunnar sé til, enginn tilgangur, engin von utan skynheims-
ins, engin sekt og því engin lausn frá sekt. Þeir nefna sig atheista. Þeirra
hugrekki er meira en hinna sem halda sér fast í formúlur í rökhyggju-
guðfræði eða búa sér til kerfi opinberaðra sanninda, sem þeir þykjast finna
í einangruðum versum ritninganna eða í játningum og samþykktum kirkju-
þinga. Þeir hafa aldrei lent í lífsháska trúarinnar né horft í hvoftinn á
örvæntingarfullri efahyggju, og hafa því aldrei tekið ákvörðun, sem
atheistinn hefur þó gert, hafa aldrei lent í þeim lífsháska sem Steinn
Steinarr talaði um.
Þeir sem trúa ekki á Guð en spyrja um hann eru oft heiðarlegri en við
hin í því hvemig þeir spyrja.
Og margir sem finna hann eftir krítískri (rýninni) leið em oft líklegri en
aðrir til að sjá fleiri hliðar margstrendingsins, kafa dýpra í djúp leyndar-
dómanna; em opnari fyrir öðm fólki með öðmvísi spumingar en við hin.
Enn hef ég ekki svarað Óla er hann spurði: „Hvað er Guð?“ En ljóst er
orðið hve spuming hans er vandasöm. Kannski kemst ég ekki lengra í
þessu efni en Wittgenstein, sem nefnir þessa hluti „Das Mystische “ eða
hinn mikla leyndardóm, hina miklu dul. Og það gerði bæði kirkjan og
guðfræðin á undan honum, sem tala um „mysterium,“ leyndardóm hins
guðlega lífs sem birtist í sakramentunum.
Þegar bömin spyrja, sýna þau okkur hve vandasamar spumingar trúar-
innar em án þess að þau geri sér grein fyrír því sjálf á sama hátt og við. Og
við megum ekki bregðast þeim með því að skrökva að þeim, né með því að
veita þeim auðveld svör við erfiðum spumingum, heldur skulum við leiða
þau til fjallsins þaðan sem sér yfir hina huldu leyndardóma, þar sem dýpt
spuminganna kemur í Ijós. Það er fjallið þar sem Jesús talaði við lærisveina
sína um hina huldu leyndardóma, fjall bænarinnar og samtalsins um
bænina. Bömin vita að ekki fæst svar við öllum spumingum. Þau þekkja
það úr heimi ævintýrsins að margt er satt sem er ekki satt, þ.e. sumt er
aðeins satt í óeiginlegri merkingu. Og ævintýrin verða þeim sönn leið-
beining í lífinu um að til em vondir menn og góðir og að illskan leiðir til
38