Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 118
Þórir Kr. Þórðarson
verður að bíða áframhalds ljóðsins í 53. kap. til þess að fá það að vita,
spennunni er haldið uppi. Samt er forleikurinn búinn að gefa það til kynna,
hver hann er í raun, þjónninn hörmulegi: Hann, sem þeir fyrirlitu, er í raun
konungssonurinn, hinn tignarfulli! — En bíðum kvæðisins, og sjáum hvað
setur (textinn er endursagður fremur en þýddur):
14.-15.V. Menn urðu agndofa af skelfingu yfir honum,
því að svo var ásýnd hans afskræmd,
engum manni lík,
og mynd hans var engin mannsmynd.
En nú vekur hann undrun hinna mörgu þjóða heims,
og konungar eru orðlausir gagnvart honum.
Því að þeir hafa séð það,
sem þeim aldrei fyrr hafði verið sagt frá,
og þeir hafa skilið það,
sem þeir höfðu aldrei heyrt fyrr!
„Vér” — ræðurnar þrjár
Nú skiptir um (upphaf 53. kapítula) (. . . sem oss var boðað). Hér tala
einhverjir, er segja „vér” („við”). Hverjir eru það sem tala hér? Þjóðimar
mörgu og konungar þeirra? Sennilega.
Fyrst kemur eins konar inngangur fyrstu „vér-ræðunnar” í 53.1:
Hver áleit fregnina, sem við heyrðum, vera sanna?
yfir hverjum birtist máttur Drottins?
(þ.e. hver fylltist krafti Guðs svo hann fengi skilið það sem fyrir augu bar?).
Svo hefst fyrsta „vér-ræðan” með því að lýst er því sem skeði, því sem
fyrir augu bar í upphafi, áður en menn sneru sér, áður en rann upp fyrir
þeim ljós og þeir skildu, hvað var í raun og veru á seyði:
Fyrsta „vér-ræðan”.
53.2-3 Hann óx upp, beint upp í loftið, eins og sproti,
116