Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 237
Sr. Jakob Jónsson, dr. theol.
nú væri spaug í aðsigi, og sagði að þetta minnti sig á sögu um kall og
kellingu á Austfjörðum, og svo kom sagan, sögð með viðeigandi
tilbrigðum og ræskingum. Gústav var allur á iði, mátti ekki vera að þessu,
ók sér öllum, og klukkan tifaði, og um leið og séra Jakob lauk sögunni,
nærri því hreytti hann út úr sér, Hvað vantar ykkur mikið? Ja, svona
hundrað þúsund, svaraði séra Jakob hóglega. „Gott, þið fáið það“ sagði
Gústav og vatt sér út til annarra starfa, en við héldum heim á leið, ég
himinlifandi yfir snilli vinar míns að koma málum fram.
Eitt sinn skrifaði séra Jakob grein um Kýrosarrímur og fékk hana birta
erlendis. Þegar svo íranskeisari hugðist halda upp á 2000 ára afmæli
Kýrosar Persakonungs var m.a. boðið sérfræðingum allra landa í írönskum
fræðum. Einn íslendingur hafði birt grein um íranskt efni og var þar með
útnefndur íranológ, séra Jakob Jónsson, dr. theol. Og var honum prompte
boðið í afmælið. Ég var á göngu heim til mín á Bárugötuna úr fyrirlestri
um kl. tólf á hádegi, og sem ég beygi af Túngötu inn á Ægisgötuna sé ég
séra Jakob vera að kveðja hóp syrgjenda fyrir utan líkhúsið, og vindur hann
sér að mér og segir, Nú er íranskeisari búinn að bjóða mér til íran á
Kýrosarafmælið. Ég samfagnaði innilega, því að ekkert gat komið mér á
óvart um frumleg uppátæki séra Jakobs. Á næsta ári var konan mín á leið
út á Keflavíkurflugvöll, því að ég kenndi þá við Edinborgarháskóla, og viti
menn, með henni í rútunni eru séra Jakob og frú Þóra, á leið í Kýrosar-
afmælið í íran. Skyndilega geysist fram úr þeim bflalest svartra límosína,
og þegar á völlinn kemur verður ljóst að þama eru íslenskir ráðherrar að
kveðja ráðherra frá svörtustu Afríku. Séra Jakob vindur sér að íslensku
ráðherrunum og segir við þá, „Ég hélt þið væruð komnir til að kveðja mig,
þegar ég sá þessa bflalest, ég er að fara til íran í boði íranskeisara.“ Þegar
hann hvarf aftur til kvennanna segir hann við nöfnu sína (Jakobínu konu
mína nefndi hann ætíð svo): „Ég held þeir hafi talið mig ljúga þessu. Ég
skal segja þér að maðurinn þinn var sá eini sem trúði mér lengi vel!“
*
Það var áhugi séra Jakobs á bókmenntum sem var kveikjan að doktors-
ritgerð hans og raunar áhrifavaldur um skilning hans á Nýja testamentinu.
Þessi áhugi varð til þess að mitt í erilsömu prestsstarfi í Reykjavík tókst
honum á nokkrum árum að skrifa heila bók um Nýja testamentið (Humour
and Irony in the New Testament: Illuminated by parallels from Talmud and
Midrash) þar sem hann greindi tvö fagurfræðileg hugtök, ironie, sem oft er
235