Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 113
í leit að lífsstfl
mannfræði hafa veitt nýjan skilning á eðli þjóðfélaga, eðli mannsins og eðli
hins illa. í Nafni rósarinnar er í baksviði sú þjóðfélagsbylting er leiddi að
lokum til siðbótarinnar á meginlandi Evrópu.5 Augljóst er nú að stofnanir
góðleikans voru illar í eðli sínu. Deilumar um fátækt Krists í þeirri bók em
athyglisverður vitnisburður um þessa byltingu, sem þá var væntanleg en er
nú ein af staðreyndum sögunnar.
í siðbótinni fluttist hagur einstaklingsins í brennidepil, hann þurfti ekki
lengur að hopa fyrir stofnuninni. Og hann var gerður ábyrgur. Bylting
siðbótarinnar byggði á þeirri sannfæringu siðbótarmanna,6 að hægt væri að
gera alla menn hæfa til tímanlegrar og eilífrar sáluhjálpar og þar með til
farsældar og menntunar í þessu lífi.7 Af þessum sökum lagði siðbótin á fátt
meiri áherslu en á skólamál. Það var þá sem háskólar Evrópu urðu til í
raun, þótt margir þeirra séu eldri, sögulega skoðað. (Hér á landi mistókst
þessi bylting að miklu leyti vegna svika konungsvaldsins, samt urðu
stólamir á biskupsstólunum tveim þá fyrst að raunverulegum akademíum).
Svona litu hlutimir út við upphaf nútímasögunnar í Evrópu, og segja
mætti að enn sé við svipuð verkefni að glíma: Að starfa að velferð hvers
einstaklings og menntun þjóðfélagsins alls í því skyni að efla efnalega og
andlega velgengni hvers og eins. Menn em hver öðmm háðir og ábyrgir
fyrir hag hvers og eins. En hér er ekki um sömu sjónarmiðin að ræða og í
velferðarríkiskenningum samtímans, þar sem áherslan liggur á gagnkvœmri
ábyrgð. Þjóðfélagsþegninum em einnig lagðar skyldur á herðar, hann nýtur
ekki réttindanna einna. Þannig á hver og einn ekki aðeins rétt á heilbrigðis-
þjónustu, heldur er hann einnig ábyrgur um eigin heilsu. Þetta byggist á
samtengingu hugtakanna tveggja, lögmáls og fagnaðarerindis. Þessir þættir
tvinnast á ýmsa vegu í deuterónómskri „immanensguðfræði“ og spámann-
legri „transcendensguðfræði." Annars vegar er áherslan á möguleikum
hvers og eins að ná fullkomnun, hins vegar er sú vitund að markið er fjar-
lægt.
5 Umberto Eco, Nafn rósarinnar. Thor Vilhjálmsson þýddi. Svart á hvítu, Rvk. 1984.
6 Ég vona að lesendur fyrirgefi mér andúð mína á orðskrípinu „siðbreytingamenn."
7 Ein höfuðkenninga Lúthers var það sem á ensku er nefnt „the educatability of
everyman,“ hæfi hvers og eins, einnig hinna aumustu, til menntunar, þroska og
ábyrgðar.
111